Eistnaflug tilnefnt til menningarverðlauna DV: Eistnaflug er fólkið, það er bara þannig
![Eistnaflug](/images/Eistnaflug.jpg)
45 verkefni, hópar og einstaklingar eru tilnefndir til verðlaunanna í ár í níu flokkum; kvikmyndum, leiklist, dansi, tónlist, myndlist, arkitektúr, hönnun, bókmenntum og fræðum. Auk þess afhendir forseti Íslands heiðursverðlaun.
Hátíðin hefur axið ár frá ári
þungarokkshátíðin Eistnaflug er tilnefnd til verðlauna í flokkii tónlistar og segir í tilkynningu um menningarverðlaunin „Íslenskt þungarokk hefur aldrei farið eins hátt og á síðasta ári þegar þrjár hljómsveitir – Dimma, Skálmöld og Sólstafir – gáfu út sterkar plötur og slógu í gegn bæði hér og erlendis
Rokkhátíðin Eistnaflug sem haldin hefur verið árlega í Neskaupstað síðan 2004 og fagnaði því tíu ára afmæli í fyrra, hefur verið eins konar uppskeruhátíð íslensks þungarokks og mikilvægur hluti af senunni. Hátíðin er hugarfóstur Stefáns Magnússonar sem hefur alltaf staðið í brúnni. Hátíðin hefur vaxið ár frá ári og vakið athygli út fyrir landsteinana, enda heimsækja nú hátíðina mikilvæg nöfn í þungarokkinu.“
Finnst þetta æðislegt
„Mér finnst þetta æðislegt, en ég get engan vegin tekið þetta bara á mig við erum svo rosalega mörg sem höfum verið að berjast í þessu, að koma hátíðinni á þann stað sem hún er á dag. Mér finnst bara svo gaman af því eftir svona langan tíma að fólk sé að kveikja á þessu. þetta er frábært,“ segir Stefán Magnússon, forsprakki rokkhátíðarinnar.
Eistnaflug er fólkið
Hverju þakkar hann tilnefninguna? „Öllu þessu yndislega fólk í þessari þungarokks senu og svo auðvita þeim yndislegu gestum sem hafa komið á hátíðina. Það eru þeir sem mynda þessa mögnuðu stemmningu, Eistnaflug er fólkið,það er bara þannig,“ segir Stefán að lokum, eða Stebbi eins og hann er alltaf kallaður.
Föstudaginn 13. mars næstkomandi hefst netkosning á dv.is en þar gefst öllum tækifæri til að kjósa þær tilnefningar sem þeim líst best á.
Eistnaflug er fólkið
Hverju þakkar hann tilnefninguna? „Öllu þessu yndislega fólk í þessari þungarokks senu og svo auðvita þeim yndislegu gestum sem hafa komið á hátíðina. Það eru þeir sem mynda þessa mögnuðu stemmningu, Eistnaflug er fólkið,það er bara þannig,“ segir Stefán að lokum, eða Stebbi eins og hann er alltaf kallaður.
Föstudaginn 13. mars næstkomandi hefst netkosning á dv.is en þar gefst öllum tækifæri til að kjósa þær tilnefningar sem þeim líst best á.