Skrúðsmenning 2014 komin út á DVD: Stemningin var ólýsanleg
![DVD skrudsmenning herodes](/images/DVD_skrudsmenning_herodes_.jpg)
Gríðarleg stemning var bæði kvöldin en sumar hljómsveitir höfðu ekki komið saman í langan tíma og og ferðuðust sumir jafnvel yfir hálfan hnöttinn til að taka þátt í fjörinu.
Um tónleikahaldið sá Fáskrúðsfirðingurinn Björn Jóhannsson sem lagði gríðarlega vinnu í að koma saman hljómsveitarmeðlimum og halda utan um dagskrána.
Hljómsveit Óðins sló í gegn
Sá viðburður sem vakti mesta athygli og þótti afskaplega vel heppnaður var þegar hljómsveit Óðins G. Þórarinssonar kom fram ásamt börnum, tengdadóttur og Friðjóni Jóhannssyni. Óðinn er orðinn rúmlega áttræður en það var ekki að sjá þegar hann þandi nikkuna af mikilli snilld.
Unglingahljómsveitin Kaskó sem starfaði 1967-1969 átti líka mjög eftirminnilega endurkomu þar sem Stebbi Garðars bæjarstjóri í Ólafsvík keyrði stuðið í hæstu hæðir með lögum eins og Þokan grá.
Aðrar hljómsveitir sem komu fram voru, Papar, sem störfuðu frá 1967-1969, Heródes sem starfaði 1975-1979, Orfeus sem starfaði 1978-1979, Standard 1980, Egla 1981, Ævintýraeyjan 1982-1983, Statíf 1982-1988 og Útópía sem starfaði 1993.
Gömlu tímarnir rifjaðir upp
„Þetta heppnaðist rosalega vel og stemningin var ólýsanleg. Margir höfðu á orði að þeir hefðu upplifað gömlu tímana mjög sterkt,“ segir Guðmundur Bergkvist, einn aðstandenda tónleikana.
Tónleikarnir voru teknir upp og hafa nú verið gefnir út á DVD diskum. Áhugasamir geta pantað diskinn og fengið hann sendan heim í símum 869-1655 eða 899-2979. Um upptökur sáu Guðmundur Bergkvist og Hjalti Stefánsson.
Mynd 1: Rokkhljómsveitin Herodes sem kom fram á tónleikunum. Herodes var gríðarlega vinsæl á Austurlandi á árunum 1975-79 en þeir spiluðu fyrst og fremst vinsæla rokktónlist frá þessum tíma en gátu þó teflt fram harmonikkuleikara á böllum í bland. ,Hljómsveitarmeðlimir eru, Ævar Agnars á gítar, Jóhannes Pétursson á bassa, Siggi "Lennon" söngvari og Kjartan Ólafsson á hljómborð. Mynd: Jónína óskarsdóttir.
![DVD skrudsmenning cover final](/images/DVD_skrudsmenning_cover_final.jpg)
![DVD skrudsmenning frontur](/images/DVD_skrudsmenning_frontur.jpg)