Almar Blær í yfirheyrslu: Allir Austfirðingar ættu að bíða spenntir eftir því að LME rúlli í bæinn með fáránlega fyndnu fjölskyldusýninguna Klaufa og Kóngsdætur
![Yfirheyrsla leikhopur lme](/images/Yfirheyrsla_leikhopur_lme.jpg)
Verkið er leikgerð sex ævintýra H.C Andersen og er eftir þá Ármann Guðmundsson, Sævar Sigurgeirsson og Þorgeir Tryggvason. Þetta er ein umfangmesta sýning leikfélagsins frá upphafi og er í leikstjórn Unnars Geirs Unnarssonar.
Almar Blær Sigurjónsson er formaður leikfélags ME. Hann eins og aðrir sem kom að sýningunni hefur haft nóg að gera. Er allt að vera klárt fyrir kvöldið?
„Það hefur ýmislegt gengið á og þrátt fyrir áföll hefur leikarahópurinn staðið keikur og haldið áfram með það að sjónarmiði að gera frábæra sýningu. Ég held svei mér þá að ég hafi aldrei unnið með jafn miklu fagfólki. Hópurinn er samrýmdur og það skilar sér klárlega á sviðinu.
Örlítil tæknileg vandamál hafa komið upp, ljósabúnaðurinn er búinn að slá rafmagnið í Valaskjálf út um það bil 30 sinnum núna á síðasta sólarhring sem hlýtur að vera einhverskonar met. En það er allt komið í lag og því er allt klárt til frumsýningar,“ segir Almar Blær í samtali við Austurfrétt
Gríðarleg vinna að baki
Er þetta ekki gríðarleg vinna? „Jú. Það er mjög mikil vinna að setja upp leikrit. Svona verkefni tekur allan þinn tíma og þína orku á meðan á því stendur. En þessi vinna skilar sér samt svo margfalt til baka þegar upp er staðið, sérstaklega þegar maður sér gleðina sem áhorfendur hljóta af því að sjá afrakstur allrar vinnunnar sem þú hefur lagt á þig.“
Maðurinn sem stússast
Hver er þín aðkoma að sýningunni? „Ég gegni formennsku í leikfélaginu svo að ég er maðurinn sem stússast og stússast í kringum sýninguna. Ég hef þó blessunarlega frábæra stjórn með mér í verkinu sem hefur unnið ótrúlega gott starf. Ég leik einnig Dátann í Eldfærunum, Jóhannes í Förunautnum og HC. Andersen.
Allir spenntir fyrir kvöldinu
En er ekki stemning í hópnum á frumsýningardegi? „Jú, gríðarleg. Það eru allir ótrúlega spenntir og geta vart beðið eftir því að stíga á svið í kvöld og sýna fólki þá frábæru vinnu sem við höfum verið að vinna síðastliðnar vikur. Svo ættu allir Austfirðingar að bíða spenntir eftir því þegar LME rúllar í bæinn með fáránlega fyndnu fjölskyldusýninguna Klaufa og Kóngsdætur í töskunum sínum,“ segir Almar Blær að lokum, sem er í yfirheyrslu vikunnar.
Fullt nafn: Almar Blær Sigurjónsson
Aldur: 18 og 3/4
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Minn uppáhaldsstaður á Austurlandi er líklega Stöðvarfjörðurinn minn. Fátt betra en að sitja á Borg heima hjá ömmu Jónu og sötra molakaffi og tala um lífið og tilveruna.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Ég á því miður engan ísskáp, en ef svo væri ætti ég örugglega flösku af Aquarius.
Hvaða töfralausn trúir þú á?
Segðu bara já.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Beikonsúpan hennar mömmu er best.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Fer í heimsókn til mömmu. Alltaf rjúkandi heitt á könnunni og hlýtt viðmót. Það er því miður orðin undantekning að ég nái að kreista inn gæðatíma með fjöllunni í planið hjá mér, en þegar það gerist er það toppurinn á tilverunni.
Hvernig líta kosífötin þín út?
Blá Hawaii-skyrta sem er það þægilegasta í veröldinni og góðar stullur.
Hvað er skemmtilegast við leikhús?
Töframómentið þegar að þú finnur tenginguna við áhorfandann. Það getur verið í gegnum hláturinn sem þau gefa þér og þessa einbeittu athygli sem þau sýna þér. Fólkið er komið til þess eins að láta skemmta sér og gleyma heiminum fyrir utan leikhúsið í tvær klukkustundir og það er svo ótrúlegur heiður að vera sá sem að lætur þau gleyma sér í stundinni sem þau eiga í leikhúsinu.
Uppáhalds tölvuleikur?
Er algjör „sökker“ í fótboltaleiki á borð við FIFA og Football Manager.
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Dominos
Hvað bræðir þig?
Gamalt fólk, það er svo einlægt og heiðarlegt.
Hvaða áhugamál stundar þú ?
Ég hef ótrúlega gaman af íþróttum og þá sérstaklega knattspyrnu sem ég stunda annað slagið og horfi mikið á. Einnig finnst mér lygilega gaman að horfa á góða mynd eða sjónvarpsþætti í góðum félagsskap.
Uppáhalds bíómynd?
Ace Ventura : When nature calls.
Hvert er uppáhalds lagið þitt?
Sitting on the Dock of the Bay með Otis Redding
Hvernig er týpískur dagur hjá þér?
Vakna hálftíma áður en ég á að mæta í fyrsta tíma, sofna óvart aftur og ríf mig upp 3 mín í, stunda skólann af krafti, fer á fund, fer á leikæfingu, fer í fótbolta, fer að “læra” og svo beint í draumalandið.
Hvað á að gera um helgina?
Sýna fjórar súper kröftugar og góðar leiksýningar, skemmta mér og öðrum og vonandi skilja eitthvað eftir mig hjá þeim sem koma.
![Yfirheyrsla skilti](/images/Yfirheyrsla_skilti.jpg)
![Yfirheyrsla Almar blaer sigurjonsson](/images/Yfirheyrsla_Almar_blaer_sigurjonsson.jpg)
Örlítil tæknileg vandamál hafa komið upp, ljósabúnaðurinn er búinn að slá rafmagnið í Valaskjálf út um það bil 30 sinnum núna á síðasta sólarhring sem hlýtur að vera einhverskonar met. En það er allt komið í lag og því er allt klárt til frumsýningar,“ segir Almar Blær í samtali við Austurfrétt
Gríðarleg vinna að baki
Er þetta ekki gríðarleg vinna? „Jú. Það er mjög mikil vinna að setja upp leikrit. Svona verkefni tekur allan þinn tíma og þína orku á meðan á því stendur. En þessi vinna skilar sér samt svo margfalt til baka þegar upp er staðið, sérstaklega þegar maður sér gleðina sem áhorfendur hljóta af því að sjá afrakstur allrar vinnunnar sem þú hefur lagt á þig.“
Maðurinn sem stússast
Hver er þín aðkoma að sýningunni? „Ég gegni formennsku í leikfélaginu svo að ég er maðurinn sem stússast og stússast í kringum sýninguna. Ég hef þó blessunarlega frábæra stjórn með mér í verkinu sem hefur unnið ótrúlega gott starf. Ég leik einnig Dátann í Eldfærunum, Jóhannes í Förunautnum og HC. Andersen.
Allir spenntir fyrir kvöldinu
En er ekki stemning í hópnum á frumsýningardegi? „Jú, gríðarleg. Það eru allir ótrúlega spenntir og geta vart beðið eftir því að stíga á svið í kvöld og sýna fólki þá frábæru vinnu sem við höfum verið að vinna síðastliðnar vikur. Svo ættu allir Austfirðingar að bíða spenntir eftir því þegar LME rúllar í bæinn með fáránlega fyndnu fjölskyldusýninguna Klaufa og Kóngsdætur í töskunum sínum,“ segir Almar Blær að lokum, sem er í yfirheyrslu vikunnar.
Fullt nafn: Almar Blær Sigurjónsson
Aldur: 18 og 3/4
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi?
Minn uppáhaldsstaður á Austurlandi er líklega Stöðvarfjörðurinn minn. Fátt betra en að sitja á Borg heima hjá ömmu Jónu og sötra molakaffi og tala um lífið og tilveruna.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum?
Ég á því miður engan ísskáp, en ef svo væri ætti ég örugglega flösku af Aquarius.
Hvaða töfralausn trúir þú á?
Segðu bara já.
Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Beikonsúpan hennar mömmu er best.
Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú?
Fer í heimsókn til mömmu. Alltaf rjúkandi heitt á könnunni og hlýtt viðmót. Það er því miður orðin undantekning að ég nái að kreista inn gæðatíma með fjöllunni í planið hjá mér, en þegar það gerist er það toppurinn á tilverunni.
Hvernig líta kosífötin þín út?
Blá Hawaii-skyrta sem er það þægilegasta í veröldinni og góðar stullur.
Hvað er skemmtilegast við leikhús?
Töframómentið þegar að þú finnur tenginguna við áhorfandann. Það getur verið í gegnum hláturinn sem þau gefa þér og þessa einbeittu athygli sem þau sýna þér. Fólkið er komið til þess eins að láta skemmta sér og gleyma heiminum fyrir utan leikhúsið í tvær klukkustundir og það er svo ótrúlegur heiður að vera sá sem að lætur þau gleyma sér í stundinni sem þau eiga í leikhúsinu.
Uppáhalds tölvuleikur?
Er algjör „sökker“ í fótboltaleiki á borð við FIFA og Football Manager.
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn?
Dominos
Hvað bræðir þig?
Gamalt fólk, það er svo einlægt og heiðarlegt.
Hvaða áhugamál stundar þú ?
Ég hef ótrúlega gaman af íþróttum og þá sérstaklega knattspyrnu sem ég stunda annað slagið og horfi mikið á. Einnig finnst mér lygilega gaman að horfa á góða mynd eða sjónvarpsþætti í góðum félagsskap.
Uppáhalds bíómynd?
Ace Ventura : When nature calls.
Hvert er uppáhalds lagið þitt?
Sitting on the Dock of the Bay með Otis Redding
Hvernig er týpískur dagur hjá þér?
Vakna hálftíma áður en ég á að mæta í fyrsta tíma, sofna óvart aftur og ríf mig upp 3 mín í, stunda skólann af krafti, fer á fund, fer á leikæfingu, fer í fótbolta, fer að “læra” og svo beint í draumalandið.
Hvað á að gera um helgina?
Sýna fjórar súper kröftugar og góðar leiksýningar, skemmta mér og öðrum og vonandi skilja eitthvað eftir mig hjá þeim sem koma.
![Yfirheyrsla skilti](/images/Yfirheyrsla_skilti.jpg)
![Yfirheyrsla Almar blaer sigurjonsson](/images/Yfirheyrsla_Almar_blaer_sigurjonsson.jpg)