Ferjufrétt var aprílgabb
![ferja fjardabyggd3](/images/stories/news/2015/ferja_fjardabyggd3.jpg)
Fréttin var töluvert lesin og nokkuð deilt en því miður voru fáir sem hlupu apríl eins og leikurinn var gerður til með því að skrifa nafn sitt á undirskriftalista þar sem gjörningnum væri mótmælt.
Eitthvað var þó um að menn létu blekkjast um stutta stund og lýstu mögulega skoðun sinni á Facebook.
Erfiðast var þó að glíma við svokallaða veisluvandala sem vildu láta aðra lesendur vita af því þarna væri gabb á ferðinni og stóð ritstjórn Austurfréttar í ströngu yfir daginn við að reyna að fela ummæli þeirra!