Fljótsdalshérað áfram í Útsvari: Hvað sögðu áhorfendur?

utsvar fljotsdalsherad webLið Fljótsdalshéraðs tryggði sér í gærkvöldi sæti í undanúrslitum spurningakeppninnar Útsvars með 71-59 sigri á Hafnfirðingum.

Fljótsdalshérað náði undirtökunum í leikþættinum og jók forskotið í valflokkaspurningum. Þegar komið var að stóru spurningunum hafði liðið 20 stiga forskot, 61-41.

Fyrsta spurningin klúðraðist þar sem liðið taldi sig vita betur en símavininn en það kom ekki að sök því næstu spurningu var svarað rétt og þar með var sigurinn í raun í höfn.

Liðið skipa Eyjólfur Þorkelsson, Þorsteinn Bergsson og Björg Björnsdóttir. Það mætir Skagafirði í undanúrslitum 10. apríl.

Þetta höfðu áhorfendur að segja um þáttinn meðan útsending stóð yfir.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar