Bræðslubræðurnir Magni og Heiðar sigruðu Popppunkt um páskana: Þetta var hörkukeppni

Popppunktur sigurvegararÞað var heldur betur stuð þegar hinn geysivinsæli Popppunktur snéri aftur á Rás 2 um Páskana. Þetta voru svokallaðir Bransa-Popppunktar þar sem átta liðum úr músík bransanum var teflt saman í fjórum þáttum.

Á skírdag mætti Eistnaflug Rokksafninu í Keflavík og Harpa mætti Græna hattinum á Akureyri. Á Föstudaginn langa mættust svo HljóðX-Rín og Exton og Iceland Airwaves og Bræðslan.

Munaði einu stigi

Eftir fyrstu viðureign voru fjögur lið eftir sem kepptu öll á Páskadaga og sjálf úrslitaviðureignin fór svo fram á annan í páskum þar sem Græni hatturinn og Bræðslan keppti til úrslita. Skemmst er frá því að segja að Bræðslan hafði sigur með einu stigi í æsispennandi leik.

Það voru Bræðslubræðurnir Magni og Áskell Heiðar Ásgeirssynir sem skipuðu lið Bræðslunnar.“Þetta var alveg hörkukeppni og mjög skemmtilegt. Haukur Tryggva (Græna Hattinum) er náttúrulega snillingur, hann veit allt. Hann byrjaði á því að taka þriggja stiga vísbendingaspurningu sem hann svaraði rétt og við bræðir vorum skíthræddir eftir það. En við sigruðum þó að lokum með einu stigi, „ segir Magni í samtali við Austurfrétt.

Unnu á Lúdó og Stefán

Hver var spurning sem þið sigruðuð á? „Það var endað á flokkaspurningum þar sem þú getur valið um eitt, tvö eða þrjú stig. Og þegar hér er komið við sögu er staðan jöfn og spennan rosaleg. Við áttum eina spurningu eftir og ef við hefðum svarað henni vitlaust hefði Græni hatturinn getað stolið henni. Við völdum því bara eins stiga spurningu til að vera öruggir. Spurningin var „Hvaða hljómsveit gaf út hljómplötu með lögunum, Gullið á Raufarhöfn og Olsen olsen, svo við unnum á Lúdó og Stefán,“ segir Magni að lokum og hlær.

Þú getur hlustað á úrslitaviðureignina HÉR.

Mynd 1: Fulltrúar Græna Hattsins feðgarnir Haukur og Styrmir og Bræðslubræðurnir, Áskell Heiðar og Magni.
Mynd 2: Felix og Dr. Gunni (Myndir eru í eigu Popppunkts).

Popppunktur

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.