Austfirðingur með flottasta skeggið á Íslandi?
Kristófer Nökkvi Sigurðsson frá Egilsstöðum er þarna efstur á lista og þykir sigurstranglegur. Hann er fæddur og uppalinn á Egilsstöðum og er sonur Höllu Eyþórsdóttur og Sigurðar Hlíðars Jakobssonar.
Kosning stendur nú yfir og getur þú lagt þitt að mörkum til að tryggja okkar manni sigur. Finnst Þér Kristófer vera með flottasta skegg landsins? Smelltu HÉR til að gefa honum þitt atkvæði til að sjá meðkeppendur hans. Kosning er til 19. apríl næstkomandi.
Sá sem ber sigur úr bítum í keppninni „Flottasta skegg Íslands 2015“ hlýtur merktan bikar og viðurkenningarskjal. Auk þess fær sigurvegarinn Klippingu og skeggsnyrtingu frá Sjoppunni, Mennska skeggolíu, út að borða fyrir tvo á Steikhúsið, flösku af Bulleit viskí og sérstakt skeggsnyrtisett frá fatabúð Kormáks og Skjaldar.
Áfram Kristófer!
Myndir: menn.is
![Flottasta skeggid Kristófer-Nökkvi-Sigurðsson](/images/stories/news/Flottasta_skeggid_Kristófer-Nökkvi-Sigurðsson.jpg)