Blásarakvintett Reykjavíkur heldur tónleika á Austurlandi

Blasarakvintett rvkBlásarakvintett Reykjavíkur heldur tvenna tónleika á Austurlandi laugardaginn 18. apríl næstkomandi.

Fyrri tónleikarnir eru barnatónleikar og fara fram í Grunnskólanum á Egilsstöðum kl. 13:00 á laugardaginn og er aðgangur ókeypis

Seinni tónleikarnir verða svo í Eskifjarðarkirkju um kvöldið og verða leikin verk eftir Beethoven, Ligeti, Farkas, Shostakovitch, Joplin og Berio. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er miðaverð kr. 2500,-

Blásarakvintett Reykjavíkur skipa Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Joseph Ognibene, franskt horn, Darri Mikaelsson, fagott.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.