Blásarakvintett Reykjavíkur heldur tónleika á Austurlandi
Fyrri tónleikarnir eru barnatónleikar og fara fram í Grunnskólanum á Egilsstöðum kl. 13:00 á laugardaginn og er aðgangur ókeypis
Seinni tónleikarnir verða svo í Eskifjarðarkirkju um kvöldið og verða leikin verk eftir Beethoven, Ligeti, Farkas, Shostakovitch, Joplin og Berio. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 og er miðaverð kr. 2500,-
Blásarakvintett Reykjavíkur skipa Hallfríður Ólafsdóttir, flauta, Daði Kolbeinsson, óbó, Einar Jóhannesson, klarinett, Joseph Ognibene, franskt horn, Darri Mikaelsson, fagott.