Saknaði Frétta-skjásins og opnaði upplýsingavef
![upplysingavefur seydisfjordur web](/images/stories/news/2015/upplysingavefur_seydisfjordur_web.jpg)
Elvar Snær Kristjánsson er stofnandi og umsjónarmaður síðunnar og spurði Austurfrétt hann út í tilurð vefsins.
„Sumarið 2014 flutti ég ásamt unnustu minni, Brynhildi Berthu Garðarsdóttur og syni okkar Aroni, aftur í heimahagana á Seyðisfjörð eftir að hafa talist í hópi brottfluttra Seyðfirðinga í fjöldamörg ár.
Ég hélt alltaf góðu sambandi við fjörðinn og kom reglulega í heimsókn. Í þeim heimsóknum upplifði ég mikinn missi og eftirsjá Frétta-skjánum, sem var lítið bæjarfréttablað og gefið út vikulega. Nokkur ár eru síðan útgáfu Frétta-skjásins var hætt og mér fannst tilvalið að stofna sambærilegan miðil á vefnum."
Elvar segir en hann segir Seyðisfjarðarpósturinn fyrst og fremst vera hugsaður sem upplýsingarveitu fyrir Seyðfirðinga vegna viðburða og uppákoma sem framundan eru.
„Þannig nýta bæjarbúar sér vefinn til að auglýsa listviðburði, messur, fundi, kynningar og fleira. Verslanir geta auglýst breyttan opnunartíma, en hægt er að finna opnunartíma allra verslana og stofnana á síðunni að ógleymdum áætlunarferðum rútunnar.
Viðtökurnar hafa verið mjög góðar – en ég verð seint ríkur á þessu þar sem verkefnið er keyrt af áhuga frekar en öðru. Ég hef ekki þegið krónu fyrir kynningar og greiðslur fyrir þær auglýsingar sem eru á síðunni hafa verið í formi vöruskipta," segir Elvar.
Seyðisfjarðapóstinn má skoða hér.
Elvar segir en hann segir Seyðisfjarðarpósturinn fyrst og fremst vera hugsaður sem upplýsingarveitu fyrir Seyðfirðinga vegna viðburða og uppákoma sem framundan eru.
„Þannig nýta bæjarbúar sér vefinn til að auglýsa listviðburði, messur, fundi, kynningar og fleira. Verslanir geta auglýst breyttan opnunartíma, en hægt er að finna opnunartíma allra verslana og stofnana á síðunni að ógleymdum áætlunarferðum rútunnar.
Viðtökurnar hafa verið mjög góðar – en ég verð seint ríkur á þessu þar sem verkefnið er keyrt af áhuga frekar en öðru. Ég hef ekki þegið krónu fyrir kynningar og greiðslur fyrir þær auglýsingar sem eru á síðunni hafa verið í formi vöruskipta," segir Elvar.
Seyðisfjarðapóstinn má skoða hér.