Menningarsjóður Gunnarsstofnunar auglýsir eftir umsóknum í fyrsta sinn
![skriduklaustur](/images/stories/news/umhverfi/skriduklaustur.jpg)
Til úthlutunar er ein milljón króna sem deila á milli allt að þriggja verkefna.
Að þessu sinni leggur sjóðsstjórnin áherslu á verkefni sem tengjast ritverkum og ævi Gunnars Gunnarssonar og önnur verkefni sem samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.
Umsóknarfrestur rennur út 10. maí og allar upplýsingar er að finna á heimasíðu Gunnarsstofnunar, www.skriduklaustur.is.
Menningarsjóður Gunnarsstofnunar var stofnaður árið 2013 af mennta- og menningarmálaráðuneytinu. Þriggja manna stjórn stýrir sjóðnum en samkvæmt skipulagsskrá er tilgangur hans tvíþættur: annars vegar að renna stoðum undir starfsemi Stofnunar Gunnars Gunnarssonar á Skriðuklaustri með árlegum framlögum til hennar; hins vegar að styðja rithöfunda, listamenn, fræðimenn og námsfólk til verka er samræmast hlutverki Gunnarsstofnunar.