Fjöldi fylgdist með æfingaflugi þotu – Myndir
![thota egs 14042015 0007 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0007_web.jpg)
Þotan var þar í rúman klukkutíma og lenti einum fimmtán sinnum. Hún stoppaði þó aldrei alveg, hjólin fóru niður á flugbrautina áður en gefið var í og hún hóf sig til lofts á ný.
Þá sveimaði hún einn hring yfir Fellunum áður en hún dreif sig inn til lendingar á ný.
Þotur Icelandair koma annað slagið í slíkar æfingar á Egilsstöðum. Nokkrir flugmenn eru þá um borð og skiptast á að halda um stýrið.
Þoturnar vöktu mikla athygli heimamanna og var bíll við bíl við úti í kanti á Egilsstaðanesi þar sem forvitnir fylgdust með. Ljósmyndari Austurfréttar var þeirra á meðal.
![thota egs 14042015 0019 snyrt web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0019_snyrt_web.jpg)
![thota egs 14042015 0026 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0026_web.jpg)
![thota egs 14042015 0027 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0027_web.jpg)
![thota egs 14042015 0032 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0032_web.jpg)
![thota egs 14042015 0050 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0050_web.jpg)
![thota egs 14042015 0052 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0052_web.jpg)
![thota egs 14042015 0057 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0057_web.jpg)
![thota egs 14042015 0001 web](/images/stories/news/2015/icelandair_thota_april15/thota_egs_14042015_0001_web.jpg)