Austurland er tilbúið í svona stórtónleika – Við erum í skýjunum
![Gudjon og Valdi](/images/stories/news/Gudjon_og_Valdi.jpg)
Spilaði stórt hlutverk
Hljóðkerfaleiga Austurlands spilaði stórt hlutverk á tónleikunum og gerði það í raun kleift, í samvinnu við Friðrik Ómar, að íbúar Austurlands geti sótt svona stóra tónleika í heimabyggð.
„Þetta var 100% samvinna. Friðrik hefur lengi verið að leita leiða til að koma víðar við með tónleika en bara í Reykjavík og á Akureyri. Þess vegna voru tónleikarnir á föstudaginn ákveðin könnun á því hvort það sé markaður hér og hvort Austurland sé tilbúið í svona risatónleika. Þetta er rándýrt verkefni þar sem ekkert var til sparað,“ segir Guðjón Birgir Jóhannsson, einn eiganda Hljóðkerfaleigu Austurlands þegar blaðamaður Austurfréttar heyrði í honum.
Austurland tilbúið
Og er Austurland tilbúið? „Austurland er klárlega tilbúið. Það mættu um 400 manns og við erum nokkuð ánægðir með það. Tónleikarnir tókust líka algerlega frábærlega og við áttum gott samstarf við Friðrik og Rigg. Fólk er í skýjunum og eina spurning sem ég fæ er hvað gerist næst og hvað kemur næst.“
Í skýjunum
Eruð þið eitthvað farnir að ræða það? „Nei, en við erum strax farnir að skoða hvaða möguleika við höfum og þetta lofar góðu. Núna getum við allavega skoðað þann möguleika af alvöru að geta flutt fleiri af þeim stórtónleikum sem eru í boði í Hörpu og Hofi hingað austur. Alla vega einn til tvo á ári að minnsta kosti. Það er alla vega hugmyndin í dag. Austurland er tilbúið, fólk er í skýjunum og við erum í skýjunum,“ segir Guðjón Kampakátur að lokum.
Mynd 1: Guðjón Birgir til vinstri ásamt vini sínum Þorvaldi Einarssyni í Hljóðkerfaleigunni. Mynd: GG
Mynd 2: Þessa mynd tók Guðjón á tónleikunum hér fyrir austan á föstudag.
![Villa vill tonleikarnir](/images/stories/news/Villa_vill_tonleikarnir.jpg)
![Gudjon og Valdi](/images/stories/news/Gudjon_og_Valdi.jpg)
Mynd 1: Guðjón Birgir til vinstri ásamt vini sínum Þorvaldi Einarssyni í Hljóðkerfaleigunni. Mynd: GG
Mynd 2: Þessa mynd tók Guðjón á tónleikunum hér fyrir austan á föstudag.
![Villa vill tonleikarnir](/images/stories/news/Villa_vill_tonleikarnir.jpg)
![Gudjon og Valdi](/images/stories/news/Gudjon_og_Valdi.jpg)