Fjölmenni á útgáfuhófi Ingunnar Snædal

ingunn snaedal utgafuhof 0009 webFullt var út úr dyrum á útgáfu hófi Ljóðasafns Ingunnar Snædal sem haldið var á Bókakaffi á sunnudaginn var. Nýútkomið er heildarsafn ljóða hennar.

Í þessu ljóðasafni eru bækur Ingunnar fimm - og fáein áður óbirt ljóð - samankomnar í einu bindi. Ingunn gaf fyrst út bókina „Á heitu malbiki" árið 1995 og síðan hafa fjórar aðrar fylgt á eftir.

Ellefu ár eru síðan „Guðlausir menn – hugleiðingar um jökulvatn og ást" kom út en fyrir hana fékk Ingunn bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar, tilnefningu til Íslensku bókmenntaverðlaunanna auk þess sem hún seldist mjög vel.

Í kjölfarið fylgdu „Í fjarveru trjáa: vegaljóð," „Komin til að vera, nóttin" og „Það sem ég hefði átt að segja næst: þráhyggjusögur."

Á útgáfuhófinu las Ingunn upp eitt ljóð úr hverri bók auk þess sem hún áritaði bókina en margir gestir nýttu tækifærið til að ná sér í eintak.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar