Bryggjuhátíðin verður að veruleika: Íbúasamtök Reyðarfjarðar funduðu í gær

elisabet reynis webÍbúasamtök Reyðarfjarðar ætla að endurvekja Bryggjuhátíðina sem haldin var í bænum um nokkurra ára skeið, en sú síðasta var sumarið 1996. Málið var tekið fyrir á vel sóttum fundi Íbúasamtaka í gærkvöldi, þar sem margar góða hugmyndir komu fram.

Niðurstaða fundarins varð sú að tengja Bryggjuhátíðina við Hernámsdaginn sem haldinn verður sunnudaginn 28. júní, en hún myndi þá hefjast föstudaginn 26. júní og ljúka laugardagskvöldið 27. júní.

Elísabet Reynisdóttir, formaður Íbúasamtakanna, var ánægð eftir fundinn.

„Það var gaman að sjá hve margir sýna málinu áhuga með því að mæta á fundinn og koma með hugmyndir. Auðvitað voru skiptar skoðanir á hvenær ætti að halda hátíðina og hvað hún ætti að innihalda. Við leggjum upp með að virkja leikfélagið og tónleikafélagið, en skipuð var fjölmenn nefnd sem mun vinna að skipulagningu og undirbúningi," segir Elísabet.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar