Uppáhaldsmatur nautakjöt með Bearnaise ala Júlli: Kristín Rut Eyjólfsdóttir, verkefnastjóri List án landamæra í yfirheyrslu

20141031 210614Kristín Rut Eyjólfsdóttir tengist fréttum vikunnar, en hún stýrir verkefninu List án landamæra á Austurlandi.

Kristín Rut er fædd og uppalin á Egilsstöðum þar sem hún er búsett ásamt fjölskyldu sinni.

Kristín Rut hefur lokið námi í viðburðarstjórnun frá Háskólanum á Hólum. Kristín er að leggja lokaundirbúning á hátíðina List án landamæra og hafa verkefnin verið af ýmsum toga. Hátíðin er haldin á sex stöðum á Austurlandi og má ætla að hátt á þriðja hundrað manns úr öllum fjórðungnum komi að hátíðinni með einum eða öðrum hætti. Þar koma saman ungir sem aldnir með ólíkan bakgrunn og vinna að list á jafningjagrunni.

„Starfið er skemmtilegt, gefandi og krefjandi. Framkvæmdaraðilar verkefnisins á Austurlandi er hópur fólks sem kemur úr ýmsum áttum – frá sveitarfélögum, skólum, listageiranum, hagsmunasamtökum fatlaðs fólks og eldri borgara. Þetta fólk spilar stærsta hlutverkið á hátíðinni, en án þeirra þá væri ekki hægt að halda hana. Þessi hópur er alltaf boðinn og búinn og langar mig hér og nú að hrósa honum í háspert og þakka þeim fyrir að taka þátt og vera með."

Fullt nafn: Kristín Rut Eyjólfsdóttir

Aldur: 35 ára

Starf: Verkefnastjóri List án landamæra á Austurlandi

Maki: Júlíus Brynjarsson

Börn: Brynja Líf (7) og Eyjólfur Mar (4)

Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Fyrir utan heimabæ minn Egilsstaði, þá er Borgarfjörður eystri staður sem að á engan sér líkan, eins Seyðisfjörður með öll sín gull.

Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? Sítrónu, avocado og grænar ólífur

Hvaða töfralausn trúir þú á? Að staldra við, vera meðvitaður, hlusta á sjálfan sig og njóta friðarins – þá gengur allt upp.

Hver er uppáhaldsmaturinn þinn? Nautakjöt með Bearnaise ala Júlli

Ef þú ætlar að tríta þig vel, hvað gerir þú? Kem mér vel fyrir hvar svo sem sem það er, með Mohito í hægri og tapasplatta á kantinum, ekki skemmir fyrir ef ljúfir tónar fylgja með.

Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Haustið í öllu sínu veldi, það er svo notarlegt þegar fer að dimma, ég kann einstaklega vel við mig í myrkrinu.

Hvað eldar þú oft í viku? Svo sem þörf krefur

Hvernig líta kósífötin þín út? Þykk peysa, buxur og enn þykkari sokkar – mér er alltaf kalt

Hvað bræðir þig? Bros og hlátur

Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Lemon- samloka

Hvernig drekkur þú kaffið þitt? Því miður þá finnst mér kaffi vont

Syngur þú í sturtu? Nei, ég vil ekki gera heimilisfólkinu mínu þann óleik

Hvernig er týpískur dagur hjá þér? Allt á fullu

Hver er uppáhalds dagurinn þinn í vikunni og af hverju? Sunnudagur, gott að eiga einn vel góðan rólyndisdag með fjölskyldunni.

Hvað ætlar þú að gera um helgina? Vera viðstödd opnun Listahátíðarinnar List án landamæra í Valaskjálf á laugardaginn og kíkja á spennandi sýningar sem að verða í boði í tengslum við hátíðina víðs vegar um Austurland.

 

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar