Vilt þú hafa áhrif? Austurbrú óskar eftir athugasemdum við drög að sóknaráætlun
Austurbrú óskar eftir athugasemdum við drög að sóknaráætlun Austurlands. Þær þurfa að berast okkur fyrir 15. júní næstkomandi.Í nýjum samningi um sóknaráætlun Austurlands 2015-2019 sem undirritaður var í febrúar 2015 milli atvinnu- og nýsköpunarráðuneytis, mennta- og menningarmálaráðuneytis og Sambands sveitarfélaga á Austurlandi er kveðið á um gerð nýrrar sóknaráætlunar landshlutans fyrir sama tímabil.
Þar kemur fram að sóknaráætlunin sé þróunaráætlun landshlutans og feli í sér stöðumat landshlutans, framtíðarsýn og markmið til að ná fram þeirri framtíðarsýn. Forgangsröðun verkefna skal byggja á sóknaráætlun landshlutans sem gerð er til fimm ára, en hægt er að uppfæra hana innan tímabilsins. Í samningnum segir að áætlunin skuli að lágmarki marka stefnu landhlutans í eftirfarandi málaflokkum:
- Menningarmálum
- Nýsköpun og atvinnuþróun
- Uppbyggingu mannauðs
- Lýðfræðilegri þróun svæðisins
Sóknaráætlun skal einnig taka til samstarfs við aðra landshluta þar sem um er að ræða skörun á atvinnu- og þjónustusóknarsvæðum og byggja á eftirfarandi stoðum:
- Greiningu á stöðu svæðisins.
- Stefnumótandi áherslum samráðsvettvangs í landshlutanum.
- Svæðisskipulagi, þar sem við á.
SSA, í samráði við sveitarstjórnir í fjórðungnum skipaði 25 manna samráðsvettvang, af vettvangi sveitarstjórnarmála og sérfræðinga af hinum ýmsu sviðum. SSA fól Austurbrú að framkvæma vinnuna. Elfa Hlín Pétursdóttir leiddi þá vinnu en auk hennar komu ýmsir starfsmenn stofnunarinnar að verkefninu. Haldnir voru tveir fundir samráðsvettvangsins, þann 4. og 18. maí.
Gert er ráð fyrir að samráðsvettvangurinn hittist árlega í framhaldinu á gilditíma samningsins. Þar verði sóknaráætlunin rýnd og framgangur hennar metinn. Jafnframt er fyrirhugað að taka fyrir fleiri þætti austfirsks samfélags en þeir málaflokkar sem hér eru til umræðu.
Hér með er óskað eftir umsögn/athugasemdum um meðfylgjandi drög fyrir 15. júní nk. Vinsamlegast skilið athugasemdum til Elfu Hlínar (This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.) – en bæði drögin og umsóknareyðublaðið má finna hér.
Þegar athugasemdir hafa borist munu þær teknar saman og bornar undir samráðsvettvanginn áður en skjalinu verður skilað til stjórnar SSA sem mun senda það áfram til stýrihóps Stjórnarráðsins til samþykktar.
Taktu þátt í að efla Austurland!