Iceland Airwaves blæs til tónleika á Breiðdalsvík
![breiddalsvik2008](/images/stories/news/umhverfi/breiddalsvik2008.jpg)
Tónleikarnir eru á vegum tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves og eru liður í ferð þessara listamanna um landið, sem ber yfirskriftina „Veðurskipið Líma“. Auk Breiðdalsvíkur verður spilað í Bolungarvík, Grenivík, á Raufarhöfn og í Reykjanesbæ.
Listamennina sem troða upp ættu margir að þekkja. Agent Fresco er ein dáðasta rokksveit landsins og Emmsjé Gauti hefur verið afar áberandi í íslensku rappsenunni undanfarin ár. Dj flugvél og geimskip hefur svo vakið mikla athygli fyrir framúrstefnulegar lagasmíðar og skemmtilega sviðsframkomu.
Miðar á tónlistarhátíðina Iceland Airwaves verða gefnir heppnum tónleikagestum á hverjum stað, en hátíðin verður haldin í Reykjavík dagana 4.-8. nóvember næstkomandi.
Hér að neðan má heyra tóndæmi frá sveitinni Agent Fresco.