Tvennir minningartónleikar um Ágúst Ármann í Egilsbúð

agust armannLaugardaginn 13. júní verða haldnir tvennir minningartónleikar um Ágúst Ármann Þorláksson í Hótel Egilsbúð. Fyrri tónleikarnir verða kl. 16:00 og þeir seinni kl. 20:00. Tónleikarnir verða um leið útgáfutónleikar á plötu með lögum eftir Ágúst Ármann.

Fjölskylda Ágústar stendur að tónleikunum. Fram kemur stórhljómsveit skipuð fyrrverandi nemendum hans, samstarfsmönnum og vinum auk valinkunnra söngvara. Einnig verður kórsöngur og í heildina koma rúmlega þrjátíu manns fram á sviðinu í Egilsbúð á laugardag.

„Þetta leggst bara vel í okkur. Það eru búnar að vera stífar æfingar síðustu daga og svo er generalprufa á morgun,“ sagði Bjarni, sonur Ágústs, í samtali við Austurfrétt í dag, en hann hafði þá nýlokið æfingu ásamt stórhljómsveitinni sem kemur fram á tónleikunum.

„Við ákváðum að heiðra minningu hans með þessu verkefni. Erum búnir að vera að taka upp plötu með lögum hans í vetur, sem nefnist Sól í heiði og ætlum að byrja að selja hana á tónleikunum á laugardag,“ sagði Bjarni, en platan fer svo í almenna sölu eftir helgi.

Fyrir þá sem ekki vita var Ágúst áratugum saman einn helsti forystumaður austfirsks tónlistarlífs og í hans huga voru engin landamæri í tónlistarheiminum. Fyr­ir utan að stjórna kirkju­kór­um sinnti hann marg­vís­leg­um störf­um fyr­ir Kór Fjarðabyggðar og átti mik­inn þátt í að byggja upp Snæ­land­skór­inn, kór Kirkju­kór­a­sam­bands Aust­ur­lands, sem stjórn­ar­maður og formaður í Kirkju­kór­a­sam­band­inu.

Auk þess lék Ágúst í fjölda dans­hljóm­sveita og var einnig einn af stofn­end­um Blús-, rokk- og djassklúbbs­ins á Nesi (Brján). Ágúst hlaut menn­ing­ar­verðlaun Sam­bands sveit­ar­fé­laga á Aust­ur­landi árið 2007.

Allur ágóði af tónleikunum og sölu plötunnar mun renna í minningarsjóð sem verður stofnaður í minningu Ágústar Ármanns en sá sjóður mun meðal annars hafa það hlutverk að styrkja ungt tónlistarfólk á svæðinu.

Miðasala fer fram á heimasíðunni tix.is en einnig verður hægt að kaupa miða við hurðina.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.