„Meðganga er mesta undur veraldar": Elísabet Erlendsdóttir í yfirheyrslu
![elisabet erlendsdottir2 web](/images/stuff/elisabet_erlendsdottir2_web.jpg)
Þótti því vel við hæfi að kynnast þessari harðduglegu stúlku betur og taka hana í yfirheyrslu vikunnar.
Elísabet er fædd og uppalin á Egilsstöðum. Hún hefur lokið tveimur árum í heiðbrigðisverkfræði við Háskólann í Reykjavík, en vinnur nú í Landsbankanum á Egilsstöðum, þriðja sumarið í röð.
Hún lýsir sjálfri sér sem mjög heimakærri, ákveðinni, femínista og rappaðdáanda. „Ég hef afar lítinn tíma fyrir áhugamál, en ég er ágætis kvikmyndanörd. Mér finnst líka mjög gaman að elda og baka en gef mér ekki nógu oft tíma í það."
Elísabet segist hafa valið heilbrigðisverkfræðina vegna þess að hana langaði að vinna við eitthvað sem í senn væri krefjandi, en þó spennandi og gefandi.
„Atvinnumöguleikarnir af frekar skornum skammti hérlendis, sérstaklega á meðan heilbrigðiskerfið er í molum, svo ég er alveg með augun opin fyrir annarri sérhæfingu innan verkfræðarinnar."
Elísabet er full eftirvæntingar að takast á við nýja hlutverkið og segir að með sér starfi stór hópur snillinga sem saman ætli gæta hagsmuna nemenda við Háksólann í Reykjavík.
Fullt nafn: Elísabet Erlendsdóttir
Aldur: 23 ára
Starf: Formaður SFHR
Maki: Nei
Börn: Nei
Mesta undur veraldar? Meðganga er mesta undur veraldar. Að kona geti búið til aðra manneskju inn í sér – blows my mind.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Hugarstjórnun.
Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Elísabetu Bretadrottningu og sannfæra hana um að gera nöfnu sína að arftaka sínum.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Almennilegheit.
Settir þú þér áramótaheit? Engin sérstök en ég reyni að hafa í huga nokkur atriði fyrir þetta ár: Gera mitt besta, grípa þau tækifæri sem bjóðast, vera þakklát fyrir þau tækifæri sem bjóðast og vera sérstaklega þakklát fyrir fjölskyldu og vini.
Framtíðaráform? Fara í skiptinám, klára verkfræðigráðuna, ferðast, fara í framhaldssnám, borða góðan mat, læra að nenna að fara í ræktina og hafa það notarlegt.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Mér finnst skelfilega leiðinlegt að skúra af því það er bara mjög erfitt.
Draumastaður í heiminum? Matarborðið í eldhúsinu heima, með öllum systkinunum þar sem við eldum saman góðan kvöldverð og amma kemur í mat.
Hvernig líta kosífötin þín út? Staðalbúnaður kósígallans eru víðar, þægilegar buxur, mjúk og hlý peysa, hárið í tagl en algjört lykilatriði er að vera í þykkum ullarsokkum.
Hvað bræðir þig? Einlæg hrós. Annars nær breski sjónvarpsþátturinn Midwives mér í hvert skipti – þvílíkt kvennaveldi og lítil, krúttleg börn að koma í heiminn.
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Ostafylltar brauðstangir í Söluskálanum ættu að vera skyldusmakk fyrir hvern landsmann. Í bænum finnst mér gott að grípa með mér salat frá Local eða Serrano-vefju.
Hvaða töfralausn trúir þú á? Setja fyrir sig þrjóskuna og taka eitt skref í einu.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er áreiðanleg.
Hver er þinn helsti ókostur? Ég er mjög óþolinmóð.
Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Fara á L.ungA og Bræðsluna, vinna í Stúdentafélaginu, nýta tímann með foreldrum mínum og yngri systur – enda hitti ég þau sjaldan yfir vetrartímann, fá góðar vinkonur úr Reykjavík í heimsókn og njóta austfirsku sælunnar sem mest!
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Halda partý!
Elísabet er full eftirvæntingar að takast á við nýja hlutverkið og segir að með sér starfi stór hópur snillinga sem saman ætli gæta hagsmuna nemenda við Háksólann í Reykjavík.
Fullt nafn: Elísabet Erlendsdóttir
Aldur: 23 ára
Starf: Formaður SFHR
Maki: Nei
Börn: Nei
Mesta undur veraldar? Meðganga er mesta undur veraldar. Að kona geti búið til aðra manneskju inn í sér – blows my mind.
Ef þú gætir öðlast yfirnáttúrulegan kraft, hver væri hann? Hugarstjórnun.
Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Elísabetu Bretadrottningu og sannfæra hana um að gera nöfnu sína að arftaka sínum.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Almennilegheit.
Settir þú þér áramótaheit? Engin sérstök en ég reyni að hafa í huga nokkur atriði fyrir þetta ár: Gera mitt besta, grípa þau tækifæri sem bjóðast, vera þakklát fyrir þau tækifæri sem bjóðast og vera sérstaklega þakklát fyrir fjölskyldu og vini.
Framtíðaráform? Fara í skiptinám, klára verkfræðigráðuna, ferðast, fara í framhaldssnám, borða góðan mat, læra að nenna að fara í ræktina og hafa það notarlegt.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Mér finnst skelfilega leiðinlegt að skúra af því það er bara mjög erfitt.
Draumastaður í heiminum? Matarborðið í eldhúsinu heima, með öllum systkinunum þar sem við eldum saman góðan kvöldverð og amma kemur í mat.
Hvernig líta kosífötin þín út? Staðalbúnaður kósígallans eru víðar, þægilegar buxur, mjúk og hlý peysa, hárið í tagl en algjört lykilatriði er að vera í þykkum ullarsokkum.
Hvað bræðir þig? Einlæg hrós. Annars nær breski sjónvarpsþátturinn Midwives mér í hvert skipti – þvílíkt kvennaveldi og lítil, krúttleg börn að koma í heiminn.
Hver er uppáhalds skyndibitinn þinn? Ostafylltar brauðstangir í Söluskálanum ættu að vera skyldusmakk fyrir hvern landsmann. Í bænum finnst mér gott að grípa með mér salat frá Local eða Serrano-vefju.
Hvaða töfralausn trúir þú á? Setja fyrir sig þrjóskuna og taka eitt skref í einu.
Hver er þinn helsti kostur? Ég er áreiðanleg.
Hver er þinn helsti ókostur? Ég er mjög óþolinmóð.
Hvað ætlar þú að gera skemmtilegt í sumar? Fara á L.ungA og Bræðsluna, vinna í Stúdentafélaginu, nýta tímann með foreldrum mínum og yngri systur – enda hitti ég þau sjaldan yfir vetrartímann, fá góðar vinkonur úr Reykjavík í heimsókn og njóta austfirsku sælunnar sem mest!
Hvað ætlar þú að gera um helgina? Halda partý!