Borgfirskur fótbolti og Dúkkulísur: Tvær heimildamyndir frumsýndar á Austurlandi

konurrokkaTvær heimildamyndir af ólíkum toga verða frumsýndar á Austurlandi í kvöld. Önnur þeirra fjallar um hljómsveitina Dúkkulísurnar en hin fjallar um knattspyrnulið UMFB á Borgarfirði eystra og gengi þeirra í utandeildinni síðastliðið sumar.

Heimildamyndin um Dúkkulísurnar verður frumsýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 21:00 í kvöld. Myndin ber heitið Konur rokka og er eftir þær Ástu Sól Kristjánsdóttur og Berghild Erlu Bernharðsdóttur. Í myndinni er þrjátíu og tveggja ára saga hljómsveitarinnar rifjuð upp og talað við samferðafólk hennar.

Frítt er inn á sýninguna í Valaskjálf, en þó er minnt á að hægt er að leggja gerð myndarinnar lið með frjálsum framlögum á vefsíðunni Karolina Fund.

Stórt borgfirskt ungmennafélagshjarta

Hin myndin sem frumsýnd verður í kvöld heitir Berjast, berjast, berjast og er eftir Eyrúnu Hrefnu Helgadóttur. Sýningin hefst kl. 20:00 í Fjarðarborg á Borgarfirði og er miðaverð 1500 krónur.

Eyrún fylgdi eftir liði Ungmennafélags Borgarfjarðar eystra í utandeildinni í fyrra og er afraksturinn heimildarmynd, sem jafnframt er lokaverkefni Eyrúnar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.

Liðið á Borgarfirði inniheldur nokkra lykilleikmenn sem hafa spilað með liðinu í fjölda ára og eiga það sameiginlegt að hafa verulega stórt, borgfirskt ungmennafélagshjarta – en þegar ekki næst að fullmanna lið fyrir leik þá er oftar en ekki hóað í vini og kunningja. Það er því oft á tíðum mjög áhugaverður hópur sem sameinast í þessu áhugamáli.

Þegar valið er í liðið er aðallega stuðst við þrennt: hversu miklir Borgfirðingar menn eru, hversu mikið þeir hafa spilað með liðinu áður og hvort þeir geti eitthvað í fótbolta almennt

Hér að neðan má sjá stiklu úr Konur rokkar.


Konur rokka stikla from Edisons Lifandi Ljosmyndir on Vimeo.

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.