Borgfirskur fótbolti og Dúkkulísur: Tvær heimildamyndir frumsýndar á Austurlandi
![konurrokka](/images/stuff/konurrokka.jpg)
Heimildamyndin um Dúkkulísurnar verður frumsýnd í Valaskjálf á Egilsstöðum kl. 21:00 í kvöld. Myndin ber heitið Konur rokka og er eftir þær Ástu Sól Kristjánsdóttur og Berghild Erlu Bernharðsdóttur. Í myndinni er þrjátíu og tveggja ára saga hljómsveitarinnar rifjuð upp og talað við samferðafólk hennar.
Frítt er inn á sýninguna í Valaskjálf, en þó er minnt á að hægt er að leggja gerð myndarinnar lið með frjálsum framlögum á vefsíðunni Karolina Fund.
Stórt borgfirskt ungmennafélagshjarta
Hin myndin sem frumsýnd verður í kvöld heitir Berjast, berjast, berjast og er eftir Eyrúnu Hrefnu Helgadóttur. Sýningin hefst kl. 20:00 í Fjarðarborg á Borgarfirði og er miðaverð 1500 krónur.
Eyrún fylgdi eftir liði Ungmennafélags Borgarfjarðar eystra í utandeildinni í fyrra og er afraksturinn heimildarmynd, sem jafnframt er lokaverkefni Eyrúnar í hagnýtri menningarmiðlun við Háskóla Íslands.
Liðið á Borgarfirði inniheldur nokkra lykilleikmenn sem hafa spilað með liðinu í fjölda ára og eiga það sameiginlegt að hafa verulega stórt, borgfirskt ungmennafélagshjarta – en þegar ekki næst að fullmanna lið fyrir leik þá er oftar en ekki hóað í vini og kunningja. Það er því oft á tíðum mjög áhugaverður hópur sem sameinast í þessu áhugamáli.
Þegar valið er í liðið er aðallega stuðst við þrennt: hversu miklir Borgfirðingar menn eru, hversu mikið þeir hafa spilað með liðinu áður og hvort þeir geti eitthvað í fótbolta almennt
Hér að neðan má sjá stiklu úr Konur rokkar.
Konur rokka stikla from Edisons Lifandi Ljosmyndir on Vimeo.