Tónlistarstundir 2015 í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju

egilsstadakirkja 0032 webTónlistarstundir í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju hefja göngu sína 18. júní nk. en stundirnar hafa verið árviss viðburður í tónlistarlífi Austurlands frá árinu 2002.

Tónlistarfólk á Austurlandi hefur verið í forgrunni á Tónlistarstundunum. Listrænn stjórnandi er Torvald Gjerde, organisti í Egilsstaðakirkju og Vallaneskirkju.

Um er að ræða röð stuttra tónleika sem fara fram fyrri hluta sumars í kirkjunum tveimur. Eins og fyrr segir, hefur verið lögð áhersla á að gefa tónlistarfólki af Austurlandi tækifæri til að koma fram en einnig hafa þekktir listamenn annars staðar frá tekið þátt í Tónlistarstundunum.

Alls verða tónleikarnir sex talsins, dagskráin er fjölbreytt og flytjendur eru skemmtileg blanda heimafólks og listamanna úr öðrum landshlutum og frá Noregi. Aðgangseyrir er kr. 1.500 og kr. 1.000 fyrir nema, öryrkja og eldri borgara, enginn posi. Tónlistarstundirnar 2015 njóta stuðnings (Fljótsdalshéraðs,) Uppbyggingarsjóðs Austurlands og viðkomandi kirkna.




Dagskrá Tónlistarstunda 2015

18. júní í Egilsstaðakirkju kl. 20.00
  • Kór Egilsstaðakirkju
  • Torvald Gjerde, organisti kirkjunnar, stjórnandi

21. júní í Vallaneskirkju kl. 20.00
  • Hjalti Jónsson, tenór
  • Lára Sóley Jóhannsdóttir, fiðla

23. júní í Egilsstaðakirkju kl. 20.00
  • Ingveldur Ýr Jónsdóttir, mezzósópran
  • Guðríður St. Sigurðardóttir, píanó

28. júní í Egilsstaðakirkju kl. 20.00
  • Hljóðfæranemar frá Egilsstöðum
  • Sigurlaug Björnsdóttir, flauta
  • Ása Jónsdóttir, fiðla
  • Bríet Finnsdóttir, fiðla/lágfiðla
  • Suncana Slamnig kennari, píanó

2. júlí í Egilsstaðakirkju kl. 20.00
  • Björgvin gítarkvartett frá Noregi
  • Öystein Magnús Gjerde frá Fellabæ er einn þeirra

5. júlí í Vallaneskirkju kl. 20.00
  • Erla Dóra Vogler frá Egilsstöðum, mezzósópran
  • Torvald Gjerde, organisti, harmoníum/harmonikka

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar