20 ára afmæli Hernámsdagsins á Reyðarfirði
![devils-piano web](/images/stories/news/2015/devils-piano_web.jpg)
Hátíðarhöldin í ár eru enn glæsilegri en áður í tilefni af 20 ára afmæli Íslenska stríðsárasafnsins.
Dagskráin hefst við Molann klukkan 13:30 með lúðraþyt og söng. Lagt verður af stað í Hernámsgöngu frá Molanum klukkan 14:00 þar sem gengið verður upp að Íslenska stríðsárasafninu þar sem fjölbreytt hátíðardagskrá tekur við.
Á meðal þeirra sem koma fram eru hljómsveitin Devil's Piano, sem flytur lög í anda stríðsáranna. Skemmtilegar sögur frá stríðsárunum verða rifjaðar upp og ungir hátíðargestir geta m.a. spreytt sig á vinsælum leiktækjum frá tímabilinu.
Gestum verður boðið upp á glæsilega afmælistertu og Coca Cola, en síðar um kvöldið verður reitt fram heilsteikt naut í boði Rafveitu Reyðarfjarðar.
Frekari dagskrá og upplýsingar um Hernámsdaginn verða aðgengilegar hér þegar líða fer á vikuna.
Hljómsveitin Devil's Piano, frá vinstri: Helgi Georgsson (píanó), Jón Hafliði Sigurjónsson (bassi), Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir (söngur), Hinrik Þór Oliversson (trommur) og Garðar Eðvaldsson (saxófónn).