Garðar Eðvaldsson í yfirheyrslu: Hlakka til að sýna heimafólkinu hvað ég hef brasað fyrir sunnan
![gardar edvaldsson 2015 web](/images/stories/news/folk/gardar_edvaldsson_2015_web.jpg)
„Mér fannst það réttast að koma með útskriftartónleikana austur þegar ég var að undirbúa prógrammið í vor. Ég hef búið nær alla mína tíð á Austurlandi, og þar af leiðandi þótti mér skemmtilegt að sýna mínu heimafólki hvað ég er búinn að vera að brasa síðastliðin ár fyrir sunnan," svarar Garðar er hann er spurður út í hvers vegna hann flutti allan hópinn með sér austur til að spila tónleikana.
„Tónleikarnir innihalda frumsamið efni eftir mig, en ég byrjaði að dunda í þessu í desember á síðasta ári. Ég útset allt sjálfur, og hefur farið dágóður tími í að koma þessu saman svo áheyrilegt sé. Það verður svo að koma í ljós hvernig til tekst í kvöld."
Spurður í framhaldið segist Garðar að öllum líkindum ætla að stefna á frekara tónlistarnám í haust, en ekkert sé fast í þeim efnum.
Fullt nafn: Garðar Eðvaldsson
Aldur: 20
Starf: Námsmaður
Maki: Enginn
Börn: Ekkert
Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn á Austurlandi? Eskifjörður, og allt sem bærinn hefur upp á að bjóða.
Nefndu þrennt sem þú átt alltaf í ísskápnum? AB-mjólk, vínber, og kartöflur.
Besta bók sem þú hefur lesið? Markmiðssetning
Hver er þinn helsti kostur? Metnaðarfullur, og hreinskilinn
Hver er þinn helsti ókostur? Helst til of metnaðarfullur, hef ekki nægan tíma í allt sem metnaðurinn þarfnast.
Hvaða árstíð heldur þú mest upp á og af hverju? Veturinn, þá er hægt að renna sér niður hlíðar Oddsskarðs á skíðum.
Settir þú þér áramótaheit? Nei, það gerði ég ekki
Hver er þín helsta fyrirmynd? Foreldrar mínir fyrst og fremst. Svo má telja upp hina ýmsu tónlistarmenn í músíkbransanum.
Hvað bræðir þig? Góð tónlist.
Ef þú fengir að hitta hvaða persónu úr mannkynssögunni sem væri, hver yrði fyrir valinu? Wolfgang Amadeus Mozart.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Hreinskilni, og framtakssemi.
Hver eru þín helstu áhugamál? Tónlist fyrst og fremst, og allt sem tengist henni, tæknimál og annað tengt því.