Odee opnar samtímalistasýningu á Eskifirði

i MG 8342Listamaðurinn Odee, eða Oddur Eysteinn Friðriksson, opnar nýja sýningu sína í Dahlshúsi á Eskifirði í dag. Á sýningunni, sem stendur yfir til 19. júlí, gerir Odee upp viðburðaríkt fyrsta ár sitt sem listamaður. Hann verður með opið hús frá 17-22 og býður austfirðingum öllum að líta við, kynnast austfirskri samtímalist og þiggja léttar veitingar.

Oddur er sjálftitlaður álbóndi og nemi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri. Hann býr á Eskifirði með unnustu sinni og syni. Undanfarið ár hefur hann vakið mikla athygli fyrir listaverk sín, en á þessum stutta ferli hefur hann selt listaverk til fyrirtækja og einstaklinga um allan heim.

Þá hefur hann bæði haldið einkasýningu á Ljósanótt í Reykjanesbæ og samsýningu í Bíó Paradís. Einnig tók Gallerí Fold Odee í umboðssölu í nóvember 2014 og í kjölfarið fékk hann verkefni um að hanna listaverk fyrir sýningu Íslenska dansflokksins.

Listaverkin hannar hann á vinnustofunni sinni á Eskifirði og sendir út til New York þar sem þau eru brædd inn í yfirborð áls. Í kjölfarið er sett húð yfir sem verndar verkin og gefur þeim einstaka áferð sem minnir helst á gler.

Þessi vinnsluaðferð tryggir ekki aðeins háskerpu, heldur einnig litadýrð sem er engu lík. Sjón er sögu ríkari að sögn Odee og býður hann sem áður segir Austfirðingum öllum að líta við á sýni

Mynd: Odee á vinnustofu sinni í Dahlshúsi

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar