Austurrískt stuðband í Bláu kirkjunni í kvöld – Myndband

merry poppinsAusturríska gleðisveitin The Merry Poppins kemur fram á tónleikum Bláu kirkjunnar á Seyðisfirði í kvöld. Austfirskum tónlistarunnendum gefst þar tækifæri að berja augum hljómsveit sem farið hefur víða um lönd.

Í tónlist sveitarinnar ægir saman ýmsum tónlistarstefnum þannig að úr verður blanda sem varla heyrist annars staðar. Sótt er í dixíe, reggí, ska, balkneskt popp, polka, jazz, blús og guð má vita hvað.

The Merry Poppins hafa farið um víða um heim og spiluðu til að mynda í Ísrael í vor. Þeir eru nýbúnir að spila á hátíðum í Þýskalandi og halda héðan áfram til Slóveníu.

Sveitin hefur þannig farið úr að vera þekkt í þröngum hópi í að vera vinsælt tónleikaband á alþjóðlegum vettvangi og verið borðið að koma fram á alþjóðlegum jazzhátíðum svo sem í Egyptalandi og Rúmeníu.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar