Austfirskt tónlistarfólk semur tónlist fyrir kvikmynd í Venesúela
![hastamillllziempre](/images/stuff/hastamillllziempre.jpg)
Kvikmyndin ber nafnið Hasta el 2 mil siempre, eða Þar til tvöþúsund og alltaf og segir sögu konu sem syrgir fráfall forsetans Hugo Chavez, sem var ýmist dáður eða hataður á meðal almennings í Venesúela. Konan ákveður að helga líf sitt því að syrgja forsetann, en kynnist svo ungri stúlku og einstæðum föður hennar sem láta hana efast um að það sé þess virði.
Juan og aðrir aðstandendur myndarinnar eru að safna fyrir gerð hennar á hópfjármögnunarvefsíðunni indiegogo og stefna á að safna að minnsta kosti 5000 bandaríkjadölum, eða sem nemur um 660.000 krónum. Fyrir 25 dollara framlag er hægt að fá sent rafrænt eintak af myndinni þegar hún er tilbúin.
Hægt er forvitnast meira um myndina og leggja henni lið með því að smella hér.