Leggur út í hópfjármögnunum til að koma út lífsreynsluskáldsögu

asgeir hvitaskald mai15 0002 webEgilsstaðabúinn Ásgeir Þórhallsson, sem flestir þekkja sem Ásgeir Hvítaskáld, stendur nú fyrir hópfjármögnun í gegnum Karolina fund til að koma út öðru bindi af lífsreynsluskáldsögunnar „Á flótta undan vindinum."

Sagan er um ungan mann sem fer í ferðalag því honum finnst hann þura að skoða heiminn áður en alvara lífsins tekur við.

Fyrra bindið kom út árið 2007 og lauk honum á rangli í Kaupmannahöfn. Í framhaldinu er farið á Woodstock, kvikmyndahátíð í Cannes og loks til Katmandú í Nepal þar sem hann horfist í augu við Búdda.

Ásgeir er rithöfundur og kvikmyndaleikstjóri. Hann hefur sent frá sér bækur fyrir aldna sem unga, samið tónlist, gert heimildamyndir, svo sem um hreindýraveiðar á Austurlandi og kvikmyndina Glæpur og samviska.

Söfnunin stendur út vikuna. Nánar má lesa um hana og um bókina hér á Karolina Fund


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar