Gestir þreyttir en sælir eftir Eistnaflug
Gestir Eistnaflugs héldu flestir til síns heima á sunnudag eftir fjögurra daga tónlistarveislu. Eftir því sem næst verður komist gekk hátíðin vel og ekki er annað að sjá miðað við deilingar gesta á samfélagsmiðlum.Veðrið setti nokkurt strik í reikninginn en svo fór að dyr Egilsbúðar voru opnaðar fyrir þá sem vildu komast undir þak frekar en vera í tjöldum.
Tónleikar sveitanna Muck of Doom, Enslaved og Behemouth virðast hafa vakið sérstaka athygli og sömuleiðis nærvera Reynir Þórs Eggertssonar, eins þekktasta Eurovision-sérfræðings Íslands.
Og spenningurinn er svo mikill að þegar er byrjað að selja miða á hátíðina á næsta ári.
Austurfrétt tók saman það helsta sem birtist undir myllumerkinu Eistnaflug yfir síðustu viku.