Gestir þreyttir en sælir eftir Eistnaflug
![eistnaflug 2014 0046 web](/images/stories/news/2014/eistnaflug/eistnaflug_2014_0046_web.jpg)
Veðrið setti nokkurt strik í reikninginn en svo fór að dyr Egilsbúðar voru opnaðar fyrir þá sem vildu komast undir þak frekar en vera í tjöldum.
Tónleikar sveitanna Muck of Doom, Enslaved og Behemouth virðast hafa vakið sérstaka athygli og sömuleiðis nærvera Reynir Þórs Eggertssonar, eins þekktasta Eurovision-sérfræðings Íslands.
Og spenningurinn er svo mikill að þegar er byrjað að selja miða á hátíðina á næsta ári.
Austurfrétt tók saman það helsta sem birtist undir myllumerkinu Eistnaflug yfir síðustu viku.