Hljómsveitin Borgfjörð með tvenna tónleika eystra

borgfjord 0059 shwebHljómsveitin Borgfjörð heldur tvenna tónleika á Austfjörðum í dag og í gær. Sveitin sendi í vetur frá sér lag sem komst á vinsældalista Rásar 2 og hefur undanfarna daga dvalið eystra og samið nýtt efni.

Sveitin var stofnuð vorið 2014 og var fyrsta banda á svið á Bræðslutónleikunum í fyrra.

Söngvari sveitarinnar er Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir en með henni eru Birgir Þórisson píanóleikari, Birgir Bragason, bassaleikari, Friðrik Jónsson, gítarleikari, Halldór Sveinsson fiðluleikari og Ingi Björn Róbertsson, trommuleikari.

Hljómsveitarmeðlimir hafa undanfarna daga verið á Eskifirði við æfingar í Tónlistarmiðstöðinni en þar verða fyrri tónleikarnir klukkan 20:00 í kvöld.

Hinir seinni verða á Skriðuklaustri annað kvöld á sama tíma.

Sveitin sendi í vetur frá sér sitt fyrsta lag sem nefnist „Umbrot" og komst það inn á vinsældarlista Rásar 2. Lagið er samið af hljómsveitarmeðlimum öllum en textann á Aldís Fjóla.



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar