Fjórða Bulsudiskóið og útgáfuhóf ljóðasafns

sigridur thorlacius bulsudisko4Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar Guðmundsson mun leika í Havarí á Karlsstöðum í kvöld. Á Bókakaffi í Fellabæ verður útgáfuhóf ljóðskáldsins Kristian Guttesen.

Sigríður Thorlacius er ein ástsælasta söngkona landsins en hún kom upphaflega fram á sjónarsviðið með hljómsveitinni Hjaltalín árið 2006. Sveitin sú hefur gefið út þrjár hljóðversplötur auk tónleikaplötu og -tónleikamyndar sem tekin var upp á tónleikum með Sinfóníuhljómsveit íslands snemmsumars 2010, ásamt því að hafa samið tónlist fyrir bíómyndir og leikhús.

Sigríður og Heiðurspiltarnir hennar gáfu út plötuna Á ljúflingshól haustið 2009, en sú plata inniheldur lög þeirra bræðra Jóns Múla og Jónasar Árnasona. Auk eigin verkefna hefur Sigríður sungið með ótal öðrum íslenskum listamönnum. Má þar t.d. nefna Retro Stefson, Baggalút, Björgvin Hallórsson, Memfismafíuna og Megas.

Sigríður hefur tvisvar sinnum verið tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna, árið 2013 og 2010, en þá vann hún verðlaunin sem rödd ársins. Hjaltalín var sama ár verðlaunuð fyrir plötu sína Terminal.

Sigríði til halds og trausts verður undirleikarinn Guðmundur Óskar Guðmundsson, sem þekktastur er fyrir bassaleik í hljómsveitinni Hjaltalín en hann hefur spilað með fjölmörgum öðrum listamönnum og hljómsveitum, m.a. Mono Town og Helga Björns. Tónleikarnir hefjast klukkan 20:00.

Klukkan fimm í dag verður hóf í tilefni útgáfu ljóðabókarinnar Eilífðir – Úrval ljóða 1995-2015 eftir Kristian Guttesen.

Flutt verður tónlist og höfundur les úr bókinni og segir frá ljóðagerð sinni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar