Eitthvað fyrir alla um helgina

neistaflug flugeldar kh webTvær rótgrónar fjölskylduhátíðir verða haldnar í fjórðungnum um verslunarmannahelgina, Neistaflug í Neskaupstað og Álfaborgarsjens á Borgarfirði.

Neistaflug hefst nú síðdegis með því að bærinn verður skreyttur hátt og lágt. Í kvöld verður sundlaugargleði í sundlaug Norðfjarðar og hljómsveitin Valdimar heldur tónleika í Egilsbúð.

Fjölbreytt dagskrá verður alla helgina og að sjálfsögðu verða „heimalningarnir" Gunni og Felix á svæðinu. Dagskrána í heild sinni má sjá hér.


Að vanda hefst Álfaborgarsjens á föstudaginn með hinu árlega hagyrðingamóti sem haldið er í Fjarðaborg.

Á laugardaginn verða stórtónleikar með Hundi í óskilum í Fjarðaborg.


Þeir sem vilja gera vel við sig í mat og drykk ættu að skreppa á hið rómaða kaffihlaðborð á Sólbrekku í Mjóafirði á mánudaginn, en lifandi tónlist yfir borðhaldinu.

Sama dag verður borðið upp á skoðunarferð um Dalatangarvita og þokulúðurinn settur í gang.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar