„Læsið ömmur ykkar inni": Ranghalar og Dútl spila í Bláu kirkjunni

tonleikardutl10Hljómsveitirnar Dútl og Ranghalar munu leiða saman hesta sína í Bláu kirkjunni á Seyðisfirði að viku liðinni.

„Læsið ömmur ykkar inni, Seyðfirðingar. Ranghalar eru á leiðinni í bæinn." Svo skrifar Jón Knútur Ásmundsson, trommuleikari Ranghala, á bloggsíðu sína Svart kaffi í dag.

Þessar tvær ólíku og skemmtilegu austfirsku hljómsveitir verða í Bláu Kirkjunni miðvikudaginn 12.ágúst. Þar munu þær flytja frumsamið efni í bland við þekkta ópusa sem spanna allt frá hugljúfu poppi yfir í brjálaða gítartónlist.

Dútl leikur aðallega „instumental" tónlist en þó hafa slæðst sungin lög með. Áhrifa gætir frá blús, funk og rokktónlist. Hljómsveitin hefur verið að vinna að sinni fyrstu plötu Ideas&Secrets og kemur hún út einhvertíma í náinni framtíð. Dútl skipa þeir Jón Hilmar Kárason á gítar, Þorlákur Ægir Ágústsson á bassa og Orri Smárason á trommur.

Ranghalar sækir innblástur í ýmsar áttir t.d. í djass, fönk og progg. Útkoman er popp með sérdeilis sérkennilegu en afar aðgengilegu kryddbragði sem minnir á popptónlist frá níunda áratugnum. Hana skipa þau Helgi Georgsson sem syngur og leikur á hljómborð, Jón Hafliði Sigurjónsson á bassa, Jón Knútur Ásmundsson á trommur og Hrafna Hanna Elísa Herbertsdóttir sem syngur.


Lofa fjölbreyttum og skemmtilegum tónleikum

„Tónleikarnir eru partur af tónleikaröð Bláu Kirkjunnar. Báðar hljómsveitirnar eru að gefa út sínar fyrstu plötur og okkur fannst þetta vera frábær vettfangur til að kynna tónlistina okkar. Þetta er tvö ólík bönd, og blandan er því mjög skemmtileg.

Við lofum því skemmtilegum og fjölbreyttum tónleikum. Það er alltaf sérstakt að spila í Bláu Kirkjunni. Hún er einstaklega falleg og svo eru Seyðfirðingar auðvitað frábærir áheyrendur sem eru alltaf duglegir að mæta," segir Jón Hilmar, gítarleikari Dútl.
tonleikardutl2tonleikardutl10



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar