Gleðiganga á Seyðisfirði á laugardag
![11865306 10206465221423772 5654317033713690273 o](/images/stuff/11865306_10206465221423772_5654317033713690273_o.jpg)
Seyðfirðingurinn Snorri Emilsson fékk hugmyndina í fyrra. „Þetta byrjaði nú með því að ég var búinn að ganga í göngunni í Reykjavík þrjú ár í röð og var á leiðinni suður í fyrra en komst ekki, svo ég hugsaði, „ég verð að ganga hérna á Seyðisfirði“ og fékk einhverja með mér í það. Við vorum ekkert mörg í fyrra, en við vorum ákveðin í að ganga aftur að ári,“ sagði Snorri við Austurfrétt fyrr í dag.
„Þátttakan virðist ætla að verða framar vonum, Hinsegin Dagar studdu okkur dyggilega í þessu og við erum bara mjög ánægð með viðtökurnar.
Upphaflega ætluðum við að ganga fram og aftur Norðurgötuna, enn fjöldinn virðist ætla að verða svo mikill að við förum væntanlega einhvern hring um bæinn.“
Mæting er við Kaffi Láru kl. 13:30 og þar verður upphaf og endir Seyðfirsku Gleðigöngunnar. Eftir göngu verður barsvar á Lárunni og um kvöldið verður Láran skreytt í regnboga- og diskóþema og blásið til diskóteks.
„Fólk getur komið með óskalög, en þau verða að vera frá seinustu öld,“ sagði Snorri að lokum.