Fjarðabyggð í úrslitum Útsvars: Hærri púlsinn fyrir þessar keppnir en aðrar

fjardabyggd utsvar nov12Fjarðabyggð mætir Reykjavík í úrslitum spurningakeppninnar Útvars í Sjónvarpinu í kvöld klukkan 20:30. Liðsmenn Fjarðabyggðar segjast vel undirbúnir fyrir spennandi keppni.

„Við erum virkilega vel stemmd og spennt fyrir þessu verkefni. Ég viðurkenni samt fúslega ð púlsinn er hærri fyrir þessa keppni heldur en aðrar,“ segir Kjartan Bragi Valgeirsson.

Hann myndar Fjarðabyggðarliðið ásamt þeim Sigrúnu Birnu Björnsdóttur og Jóni Svani Jóhannssyni. Kjartan býr í Reykjavík þar sem hann er við nám en hin tvö eru eystra.

Kjartan kom því austur um síðustu helgi til að æfa. Hann segir að áherslan hafi verið lögð á leikinn auk þess sem æft verði í dag. Þess á milli sé „reynt að fylgjast með fréttum og skerpa á þekkingunni.“

Hann segir Fjarðabyggðarliðið tilbúið í slaginn í kvöld. „Merkilegt en satt þá eru allir liðsmenn okkar líkamlega heilir. Mótherjarnir eru fantagóðir og við þurfum að mæta þeim af hörku.“

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar