Heimsfrægur fýlustrákur á Stöðvarfirði

saxa10Hann er orðinn heimsþekktur litli fýlustrákurinn sem stendur fyrir utan Söxu Guesthouse á Stöðvarfirði og spurning hvort hann sé ástæða góðs gengis hótelsins.

Gamla kaupfélagshúsið á Stöðvarfirði hefur verið rekið sem hótel undanfarin fjögur sumur en húsnæðið hafði staðið autt um árabil þegar verslunarrekstur þar lagðist af.

Það eru hjónin Helena Hannesdóttir og Ævar Ármannsson sem eiga og reka Söxu. Um er að ræða sextán herbergja hótel og veitingastað.

„Það hefur orðið rosaleg aukning í gistingu frá því í fyrrasumar, líklega allt að 100%. Bæði er um að ræða hópa og einstaklinga og eru erlendir ferðamenn þar í langmestum meirihluta. Veðrið hefur engin áhrif á okkur, enda gestirnir flestir búnir að skipuleggja fríið sitt með mjög löngum fyrirvara."

Auk þess sem gistingin er opin yfir vetrartímann halda eigendur annað slagið pubquiz og sýna enska boltann.

Athygli vekur að fyrir utan Söxu grúfir sig niður lítill strákur, sem virðist vera í afar súru skapi. Þarna er á ferðinni dúkkustrákur sem fljótt á litið líkist skuggalega mikið raunverulegu barni. „Litli fýlustrákurinn er búinn að vera með okkur lengi og hann er orðinn frægur um allan heim en hann er mjög vinsæll hjá gestum og það eru myndir af honum um allt," segir Helena.
saxa1saxa2saxa3saxa10



Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar