„Ekki er um megrunarhelgi að ræða": Heilsuhelgi á Fáskrúðsfirði

heilsuhelgi10Heilsuhelgi í firðinum fagra er yfirskrift verkefnis sem verður á Fosshótel Austfjörðum á Fáskrúðsfirði um miðjan september.

„Hugmyndin kviknaði þegar ég sat í fjörunni einn daginn og horfði á uppbyggingu franska þorpsins," segir Fjóla Þorsteinsdóttir, einkaþjálfari og skipuleggjandi heilsuhelgarinnar.

„Ekki er um „megrunarhelgi" að ræða, heldur er dvölin hugsuð sem andleg- og líkamleg næring, fróðleikur og samvera. Mörgum þykir erfitt að að stíga skrefið í átt að betri heilsu og er þetta því kærkomið tækifæri að upphafspunkti."

Gestir dvelja á Fosshótel Austfjörðum, sem er nýtt þriggja stjörnu hótel á Fáskrúðsfirði. Húsið er merkilegt fyrir margra hluta sakir en í því var franski spítalinn um árabil. Húsnæðið hefur verið endurgert og sýning sett upp um franska sjómenn á svæðinu.

„Saman finnum við leiðir að bættri líðan andlega sem líkamlegrar – með því að hefja hreyfingu við hæfi. Það verða gönguferðir um náttúruperlur fjarðarins, bryggjuleikfimi, vatnsleikfimi, dillandi leikfimi, joga, fyrirlestrar, kvöldvökur við kertaljós, slökun, andlitsdekur, markmiðasetning og síðast en ekki síst – matur frá fjöru til fjalla."

„Heilsuhelgin er fyrir alla þá sem vilja stíga skrefið til betri heilsu og hvergi er betra að hefja þá vegferð en í firðinum fagra – Fáskrúðsfirði," segir Fjóla að lokum og bætir við að fjöldi þeirra sem komast að sé takmarkaður og því skynsamlegt að skrá sig tímalega.

Nánari upplýsingar um tímasetningu og skráningar er að finna hér.

heilsuhelgi1heilsuhelgi2heilsuhelgi3heilsuhelgi4heilsuhelgi10

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar