Laser Life heldur útgáfutónleika í Sláturhúsinu á föstudag
![jgstór](/images/stuff/jgstór.jpg)
Laser Life er raftónlistarverkefni Egilsstaðabúans Breka Steins Mánasonar sem er um þessar mundir að gefa frá sér sína fyrstu breiðskífu. Öll lögin á plötunni eru samin og tekin upp með baritone gítar og hjóðgervlum sem líkja eftir gömlum leikjatölvum.
Platan hefur verið tæp 2 ár í bígerð en nú er hún loksins á lokasprettinum. Við hljóðblöndun plötunnar nýtur Breki aðstoðar Curvers Thoroddsen en hann hefur áður unnið að plötum með Mínus, Ghostigital, Fufanu og hinum austfirsku Miri.
Øystein Magnús Gjerde sér um upphitun á tónleikunum og hægt verður að forpanta eintak af plötunni á staðnum.
Hér fyrir neðan má heyra tóndæmi frá Laser Life, en í myndbandinu sést brot úr vídjóverki sem sýnt verður á tónleikunum.