Málþing með áherslu á silfurberg í Breiðdalssetri
![helgustadanama agust14 web](/images/stories/news/umhverfi/helgustadanama_agust14_web.jpg)
Málþingið hefst snemma á laugardagsmorgun og opnar húsið kl. 08:00. Leó Kristjánsson, Hjörleifur Guttormsson, Christa Maria Feucht og Kristján Jónasson verða með margvísleg erindi tengd silfurbergi og jarðfræði á Austurlandi.
Þá mun sveitarfélagið Fjarðabyggð einnig halda erindi um uppbyggingu Helgustaðanámu við Reyðarfjörð sem ferðamannastaðar. Að loknu hádegishléi verður farið í rútuferð að Helgustaðanámu og er reiknað með því að komið verði aftur á Breiðdalsvík um kl. 17:30.
Nálgast má frekari upplýsingar um málþingið og sýninguna með tölvupósti á netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..
Mynd: Frá Helgustaðanámu