Úrslit í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon og Nýherja
![braedsla web](/images/stuff/braedsla_web.jpg)
Í flokknum Bræðslumyndin 2015 sigraði Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og hlaut hún í verðlaun Canon PowerShot SX530 myndavél. Í öðru sæti varð Mareike Timm og hlaut hún tvo miða á Bræðsluna 2016. Í þriðja sæti varð Aðalsteinn Svan Hjelm og hlaut hann í verðlaun Canon SELPHY CP910 ljósmyndaprentara.
Í flokknum Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2015 bar Ægir Lúðvíksson sigur úr býtum og hlaut hann í verðlaun Canon LEGRIA Mini X tökuvél. Í öðru sæti varð Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og hlaut hún tvo miða á Bræðsluna 2015. Í þriðja sæti varð Kristján H. Svavarsson og hlaut hann í verðlaun gistingu og morgunverð fyrir tvo á Hótel Álfheimum á Borgarfirði eystri.
Dómnefnd skipuðu Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, áhugaljósmyndari og tónlistarmaður sem fulltrúi Bræðslunnar og Bernhard Kristinn, ljósmyndari, ásamt Halldóri Jón Garðarssyni vörustjóra hjá Nýherja.
Allar vinningsmyndirnar má sjá á heimasíðu Nýherja
Vinningsmyndin í flokknum Bræðslan 2015. Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir