Úrslit í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon og Nýherja

braedsla webDómnefnd hefur valið bestu myndirnar í Ljósmyndasamkeppni Bræðslunnar, Canon og Nýherja 2015 en keppt var í tveimur flokkum, annars vegar "Bræðslumyndin 2015" og hins vegar "Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2015". Þetta er í annað sinn sem Bræðslan, Canon og Nýherji standa fyrir ljósmyndasamkeppni og var þátttaka með ágætum.

Í flokknum Bræðslumyndin 2015 sigraði Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og hlaut hún í verðlaun Canon PowerShot SX530 myndavél. Í öðru sæti varð Mareike Timm og hlaut hún tvo miða á Bræðsluna 2016. Í þriðja sæti varð Aðalsteinn Svan Hjelm og hlaut hann í verðlaun Canon SELPHY CP910 ljósmyndaprentara.

Í flokknum Borgarfjörður eystri - Landslagsmyndin 2015 bar Ægir Lúðvíksson sigur úr býtum og hlaut hann í verðlaun Canon LEGRIA Mini X tökuvél. Í öðru sæti varð Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir og hlaut hún tvo miða á Bræðsluna 2015. Í þriðja sæti varð Kristján H. Svavarsson og hlaut hann í verðlaun gistingu og morgunverð fyrir tvo á Hótel Álfheimum á Borgarfirði eystri.

Dómnefnd skipuðu Aldís Fjóla Borgfjörð Ásgeirsdóttir, áhugaljósmyndari og tónlistarmaður sem fulltrúi Bræðslunnar og Bernhard Kristinn, ljósmyndari, ásamt Halldóri Jón Garðarssyni vörustjóra hjá Nýherja.

Allar vinningsmyndirnar má sjá á heimasíðu Nýherja 

Vinningsmyndin í flokknum Bræðslan 2015. Mynd: Hólmfríður Dagný Friðjónsdóttir

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.