Bræðsla og olíutankur verða tónleikahús

svanur vilbergsson og maja bugge webDagana 10. og 11. september munu og gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði ásamt sellóleikaranum og tónskáldinu Maja Bugge frá Vesterålen halda tónleika í óvenjulegum tónleikahúsum með óvenjulegum hljómi. „Tónleikahúsin" verða bræðslan á Djúpavogi og gamall olíutankur á Eskifirði.

Svanur og Maja Bugge hafa síðustu árin leikið talsvert saman og samstarfið meðal annars gefið af sér þessa tónleika, „Endurómur – Etterklang".

Leikin verða verk eftir eistann Avo Pärt, spánverjann Agustin Castilla-Avila og Maju Bugge. Markmið þeirra er að skapa tónlist tengda rýmum þar sem tónleikar eru yfirleitt ekki haldnir og að kanna hvernig tónlist getur endurvakið eldri sagnir og hljóm þeirra.

Svanur er frá Stöðvarfirði en starfar nú í Reykjavík sem klassískur gítarleikari og kennari. Hann stofnaði og hefur ásamt öðrum íslenskum gítarleikara verið í forsvari fyrir tónlistarhátíðina Midnight Sun Guitar Festival í Reykjavík. Þá hefur hann verið listrænn stjórnandi tónleikaraðarinnar Lofað öllu fögru í Þjóðmenningarhúsinu.

Svanur hefur haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum og í Bandaríkjunum og verið boðið að koma fram á mörgum tónlistarhátíðum og er talinn vera fremstur íslenskra gítarleikara sinnar kynslóðar.

Maja er frá Vesterålen í Norður-Noregi en býr nú á Englandi þar sem hún starfar sjálfstætt sem tónlistarmaður, tónskáld og sellókennari. Hún hefur unnið til verðlauna fyrir tónverk sín og haldið tónleika í mörgum Evrópulöndum.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar