Minningarstund í Egilsstaðakirkju á fimmtudagskvöldið

kerti10. september er tileinkaður forvörnum vegna sjálfsvíga víða um heim. Hér á landi er dagurinn einnig helgaður minningu þeirra sem fallið hafa fyrir eigin hendi.

Minningarstund verður því haldin í Egilsstaðakirkju fimmtudagskvöldið 10. september klukkan 20:00.

Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina og flytur hugvekju. Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, segir frá eigin reynslu af ástvinamissi.

Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi, flutt verður tónlist og boðið upp á kaffisopa í lokin.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar