Minningarstund í Egilsstaðakirkju á fimmtudagskvöldið
![kerti](/images/stories/news/2015/kerti.jpg)
Minningarstund verður því haldin í Egilsstaðakirkju fimmtudagskvöldið 10. september klukkan 20:00.
Sr. Sigríður Rún Tryggvadóttir leiðir stundina og flytur hugvekju. Sigrún Þórarinsdóttir, félagsmálastjóri Fjarðabyggðar, segir frá eigin reynslu af ástvinamissi.
Kveikt á kertum til minningar um þau sem fallið hafa fyrir eigin hendi, flutt verður tónlist og boðið upp á kaffisopa í lokin.