Fjölbreytt helgi framundan

gottalent2Tónlist mun óma um allan fjórðunginn um helgina ásamt fleiri menningarviðburðum. Sem fyrr skal tekið fram að upptalningin er engan vegin tæmandi.

Öll helgin:

Eskfirskti tenórinn Þorsteinn H. Árbjörnsson og Þorvaldur Örn Davíðsson píanóleikari munu halda tónleika í Egilsstaðakirkju á föstudag klukkan 20:00 og í Tónlistarmiðstöð Austurlands á Eskifirði á sunnudaginn klukkan 16:00. Flutt verða þekkt íslensk sönglög og þekktar aríur. Nánar má lesa um viðburðinn hér.  


Föstudagur:

Gítarleikarinn Svanur Vilbergsson frá Stöðvarfirði og sellóleikarinn Maja Bugge frá Vesterålen í Noregi og halda tónleika í óvenjulegum tónleikahúsum með óvenjulegum hljómi. Þau halda meðal annars tónleika í gamla olíutanki Eskju á Eskifirði í dag, föstudag. Tónleikarnir hefjast klukkan 22:00, en nánar má lesa um þá hér.


Laugardagur:

Litla ljóðahátíðin – ljóðaganga í Hallormsstað klukkan 13:00. Létt og ganga með ljúfum áningum þar sem skáld lesa úr verkum sínum. Varðeldur og ketilkaffi fyrir gesti og gangandi. Nánar má lesa um viðburðinn hér.

Hljómsveitin Dútl heldur tónleika í nýja bragganum við Stríðsárasafni á Reyðarfirði klukkan 21:00 á laugardagskvöld. Þar mun sveitin flytja lög af „brátt-útkominni" plötu sinni í bland við uppáhalds lögin sín. Hin bráðefnilega hljómsveit MurMur mun hita upp en þeir stefna á Músíktilraunir og hafa verið að spila á fullu undanfarið. Nánar má lesa um tónleikana hér.


Sunnudagur:

Áhreyrnarprufur fyrir sjónvarpsþáttinn Ísland got talent verða í Valaskjálf á sunnudaginn klukkan 11:00. Skráning í prufurnar fer fram hér.

Kirkjukórar Stöðvarfjarðarkirkju, Heydalakirkju og Djúpavogskirkju halda sameiginlega tónleika á sunnudaginn. Tónleikarnir verða í Djúpavogskirkju klukkan 14:00 og í Stöðvarfjarðarkirkju klukkan 17:30.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar