Verður Austurland á símaskjám hjá 100 milljón manns í dag?
Ísland er í beinni á samfélagsmiðlinum Snapchat í dag, í fyrsta sinn. Íslendingum gefst þannig kostur á því að senda myndskeið sín í sérstaka Íslands-story sem verður aðgengileg öllum notendum Snapchat en virkir notendur samfélagsmiðilsins eru um 100 milljónir um heim allan.Það verður forvitnilegt að sjá hvort einhverjir Austfirðingar dragi fram snjallsímann í dag og leyfi Snapchat notendum vítt og breitt um heiminn að fylgjast með því sem fram fer á Austurlandi á þessum miðvikudegi. Þó er ljóst að erfitt verður að komast að, þar sem tæplega helmingur þjóðarinnar notar Snapchat, samkvæmt Samfélagsmiðlamælingu Gallup frá því í maí síðastliðnum.
En það er um að gera að reyna!