Segist hafa sætt einelti á Seyðisfirði: Í dag er hjarta mitt brotið

philippe clause cropFatahönnuðurinn Philippe Clause segist í opnu bréfi á Facebook hafa fengið nóg af baktali á Seyðisfirði, þar sem hann hefur búið síðustu þrjú ár. Flestir bæjarbúar hafi hins vegar tekið honum vel.

„Kæru Seyðfirðingar. Undanfarin fimm ár hef ég verið fórnarlamb fjölda forkastanlegra ásakanna og árásanna, bæði andlegra og líkamlegra."

Þannig hefst orðsendingin sem Philippe birti á Facebook í gær. Þar segist hann tvisvar sinnum hafa verið kýldur, verið sakaður um að bera ábyrgð á sjálfsvígi annars manns, sagður fara illa með hundinn sinn og lögreglunni verið sigað á sig vegna meintrar fíkniefnaneyslu og sölu.

„Í gærkvöldi var lögreglunni sigað á mig eina ferðina enn eftir símtal með ásökunum um ólöglegt afhæfi.

Ekkert af þessu var viljandi sett fram til að skaða mig né hefur þetta svert heilindi mín.

Bak mitt er breitt en hins vegar er hjarta mitt brotið í dag," segir Philippe í niðurlagi bréfsins.

Hann tekur fram að hann hafi almennt reynt að endurspegla þá ást og umhyggju sem flestir Seyðfirðingar hafi sýnt honum.

Bréfið hefur fengið umtalsvert viðbrögð og af athugasemdum við það er ekki annað að sjá en flestir Seyðfirðingar sýni honum ást.

Flestir segjast ekkert illt um hann hafa heyrt, þakka honum fyrir framlag hans til bæjarlífsins og hvetja hann til að láta ekki fáa svarta sauði, sem eigi að skammast sín, á sig fá.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar