Austurland um helgina: Fjörið verður á Norðfirði
Mikið verður um að vera á Norðfirð um helgina. Keppni hefst í úrvalsdeildinni í blaki, Leikfélag Norðfjarðar frumsýnir á morgun ljóðakvöld verður í Seldal.Blakliðin hefja þátttöku sína í Íslandsmótinu í ár með því að fá KA í heimsókn. Karlaliðin spila klukkan 20:00 í kvöld og aftur klukkan 12 á morgun en kvennaliðin mætast á morgun klukkan 14:00. Leikirnir verða í beinni útsendingu á: http://www.ustream.tv/channel/throtturnesblak
Í kvöld klukkan 20:00 verður ljóðakvöld í Seldal með tónlist og töluðu máli. Aðalgestur kvöldsins verður Þorsteinn frá Hamri sem les úr verkum sínum og ræðir um skáldskapinn.
Leikfélag Norðfjarðar frumsýnir verkið Benedikt Búálf eftir Ólaf Gunnar Guðlaugsson klukkan 16:00 á morgun. Jón Guðmundur Lúðvík Þorvaldsson leikstýrir og sýnt verður í Egilsbúð.
Laddi stígur á svið í Valaskjálf klukkan 21:00 á morgun með sýninguna Best of Laddi. Það blandar hann saman úrval úr sýningunum Laddi 6-tugur og Laddi lengir lífið.