Myndi skora á Gretti sterka í sjómann
![karfa hottur breidablik jan15 0020 web](/images/stories/news/2015/karfa_hottur_breidablik_jan15/karfa_hottur_breidablik_jan15_0020_web.jpg)
„Við unnum fyrstu deildina og komumst upp í úrvalsdeild og markmiðið okkur er að sjálfsögðu að tryggja okkur áfram sæti meðal þeirra bestu.
Við tökum svo á móti Snæfelli í fyrsta heimaleik vetrarins. Þar stefnum við auðvitað á sigur eins og í öllum leikjum, en stuðningur áhorfenda jafnast á við okkar sjötta leikmann.
Fullt nafn: Hreinn Gunnar Birgisson.
Aldur: 26 ára.
Starf: Starfsmaður í vöruhúsi Brammer Reyðarfirði.
Maki: Sunna María Jóhannsdóttir.
Börn: Hákon Darri Hreinsson, 3 mánaða.
Hvert er uppáhalds lagið þitt? Þessa dagana er það lagið 100.000 með Úlfur Úlfur.
Besta uppfinning allra tíma? Sturtan, fjölskylda og vinir vita hvað ég meina.
Hver er þín fyrirmynd? Móðir mín.
Hvernig líta kosífötin þín út? Síðar stuttbuxur og Karl Malone NBA treyjan mín.
Hver er þinn helsti kostur? Vinur vina minna.
Hver er þinn helsti ókostur? Ætli ég verði ekki að segja skapið á mér.
Ef þú gætir hitt einhvern úr mannkynssögunni hver yrði fyrir valinu? Gretti Sterka, og klárlega skora á hann í sjómann.
Fyrsta æskuminning? Ætli það sé ekki þegar ég datt á hornið á borði og fékk skurð fyrir ofan auga.
Ef þú gætir breytt einhverju í heiminum? Margt sem kemur til greina. Eyða hungursneyð og vatnsskorti, fá frið í heiminn eru dæmi um eitthvað sem maður myndi breyta ef maður gæti.
Topp þrjú á þínum „bucket list"? Teygjustökk, fallhlífarstökk og fara í klefa með engu þyngdarafli.
Duldir hæfileikar? Duldi hæfileikinn minn er sá að ég er hæfileikalaus.
Mesta afrek? HDH.
Hvaða kost í fari einstaklinga kannt þú helst að meta? Kurteisi.
Hvað er leiðinlegasta húsverkið þitt og af hverju? Þrífa klósettið og af augljósum ástæðum.
Gengur þú í svefni? Nei það geri ég nú ekki, en ég á það til að panta hluti uppúr svefni.
Hvernig er best að eyða laugardagskvöldi? Þessu er auðsvarað, í faðmi fjölskyldunnar.
Hver er fyndnastur í Hattarliðinu? Benedikt Þorvaldur Guðgeirsson Hjarðar, betur þekktur sem Diddi Feiti á veraldarvefnum.