Seyðisfjörður skartar sínu fegursta á Haustroða

seydisfjordurHin árlega markaðs- og uppskeruhátíð Haustroði verður haldin á Seyðisfirði á laugardaginn. Bærinn iðar af lífi og skartar sínu fegursta í haustlitunum.

Fullur bær af mörkuðum og verslunum:

Haustroðamarkaður í Ferjuhúsinu en þar verður skemmtilegur og fjölbreyttur flóamarkaður, gamalt og nýtt, ætt og óætt, sætt og saltað. Opið 12:00-16:30.

Gullabúið verður opið og þar verður botninn sleginn í útsöluna auk þess sem komin eru ný og ómótstæðileg ljós frá Happy Lights! Opið 12:00-16:00.

Handverksmarkaðurinn verður á sínum stað en þar eru fjölbreyttar vörur seyðfirskra handverksmanna. Opið 13:00–17:00.


Menning, listir og afþreying:

Glacier mafia, æskulýðsfélag Seyðisfjarðarkirkju slær upp kaffihúsi á markaðnum í Ferjuhúsinu.

Tækniminjasafnið er opið frá 10:00-15:00, en þar verður prentsmiðjan í gangi og vélsmiðjan til sýnis. Frítt inn.

Fjarðarselsvirkjun er opin frá 11:00-15:00.

Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi verður að sjálfsögðu með en þar mun sænska listakonan Victoria Brännström opnar sýninguna Hérna, en á henni er afrakstur þögula göngutúrsins þar sem jurtum var safnað, ásamt verkum úr ull og tré. Boðið verður upp á glænýtt heimatilbúið bláberja- og krækiberjasaft. Opið 14:00-17:00.

Ekta laugardagskaffi verður í Herðubreið klukkan 15:00 en þar mun LungA skólinn og Heima bjóða í ekta Pálínuboð, þar sem allir mega koma með heimabakað gómsæti.

Októberfest á Lárunni með kjötsúpu og velvöldum drykkjarföngum á tilboði. Hefst klukkan 20:00. Skemmtileg stemmning frá miðnætti með lifandi tónlist.

Sýning Héraðsskjalasafns Austurlands um austfirska og seyðfirska kvenljósmyndara verður til sýnis í gluggum Silfurhallarinnar, Hafnargötu 28.


Frábær tilboð:

Ýmis tilboð í Dalbotnasjoppunni í tilefni Haustroða.

Skaftfell opnar klukkan 14 og býður uppá tveggja rétta haustseðil frá 18:00-21:00 á 4.900 kr. Borðapantanir í síma 472-1633.

Kaffi Lára - Októberfest á Lárunni með kjötsúpu og velvöldum drykkjarföngum á tilboði frá klukkan 20.00.

Samkaup Strax, Fjölbreytt og spennandi Haustroðatilboð.

Auk þessa verður keppt um Haustroðasultuna 2015 og skila skal inn sultum í Ferjuhúsið í dag milli klukkan 17:00-19:00.

Einnig verður Ratleikur og hattakeppni. Ratleikur um allan bæ sem hefst í Ferjuhúsinu klukkan 15:00 á laugardag. Mætið með skemmtilegan, skrýtinn, flottan, gullfallegan eða ofurvenjulegan hatt/höfuðfat (auka stig í boði). Einnig hægt að taka „selfie" og merkja #haustrodi á instagram.

Úrslit tilkynnt og verðlaunaafhending í Ferjuhúsinu kl. 16.00.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar