Frítt á tónleika Sinfoníuhljómsveitar Íslands á Egilsstöðum

sinfonian a egilsstodumTvennir tónleikar verða haldnir með Sinfóníuhljómsveit Íslands í Íþróttamiðstöðinni á Egilsstöðum fimmtudaginn 29. október. Frítt er inn á báða tónleikana.

Þeir fyrri verða kl. 15:30 og eru skóla- og barnatónleikar fyrir elstu börn leikskóla og yngstu börn grunnskóla á Austurlandi. Maxímús Músíkús heimsækir hljómsveitina en stjórnandi tónleikanna er höfundur Maxímús Músíkus, Hallfríður Ólafsdóttir, fyrsti flautuleikari SÍ, og sögumaður er Valur Freyr Einarsson.

Seinni tónleikarnir hefjast kl. 18:00 og eru þeir öllum opnir. Á þessum tónleikum er það hljómsveitarstjórinn og tónskáldið Daníel Bjarnason sem stjórnar meðal annars eigin verki, Blow Bright. Einnig hljómar eitt allra fegursta tónverk sögunnar, hinn undurfagri klarínettkonsert Mozarts í flutningi eins okkar fremsta tónlistarmanns af yngri kynslóðinni, Arngunnar Árnadóttur. Tónleikunum lýkur á stórbrotinni og hádramatískri sinfóníu Tsjajkovskíjs.


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar